28.4.2007 | 20:16
Afsökunarbeiðni Rúv???
Eitthvað virðist hafa sljákkað í Kastljósmönnum varðandi ríkisborgararétt tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. Í kvöldfréttunum var fjallað um málið útfrá þeim vinkli að kerfið væri eftirlitslaust og háð duttlungum nefndarmanna á hverjum tíma. Það var eins og hinar persónulegu árásir á Jónínu hefðu ekki átt sér stað og sú frétt sem upphaflega hefði átt að koma fram um málið hefði verið send út. Er þetta leið Rúv til að biðjast afsökunar á frumhlaupi sínu og Helga? Frá mínum bæjardyrum lítur þetta út eins og taktískt undanhald þar sem búið er til reykslör til að fela undanhaldið. Etv. sýnist mönnum það vera eina leiðin til að halda andlitinu frekar en að ganga hreint til verks og viðurkenna að hér hafi ekki verið vönduð fréttamennska í gangi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mundi minn, fólk er bara fífl. Þessi fréttamennska er alveg ótrúleg og maður fyllist bara vonsku af þessari lélegu fréttamennsku. Þetta lyktar bara af vondri pólitík og einelti af verstu gerð. Helgi Seljan er með lélegri fréttamönnum sem fyrirfinnast á annars ágætri "stofnun".
Davíð Örn Ólafsson, 28.4.2007 kl. 21:45
Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið miklir sauðar. Trúiru í alvöru að hér sé ekkert óeðlilegt í gangi, þ.e. að stúlkan frá Guatemala fá íslenskan ríkisborgararétt? Af því að þetta snertir ráðherra í "þínum" flokki þá geturu einhvern veginn horft fram hjá öllum staðreyndum málsins og komist að þeirri skoðun að Helgi Seljan sé vondur og eigi að skammast sín? Helgi er að vinna vinnuna sína, Jónína er atvinnustjórnmálamaður og greinilega ekki að vinna sína vinnu.
Hvað þarf eiginlega til þess að fólk viðurkenni að það hafi haft rangt við, hvað þarf til þess að fólk segi að sér? Ótrúlegt hvað fólk kemst upp með allt í íslenskum stjórnmálum. Það er eins og allir íslenskir stjórnmálamenn séu friðhelgir, fyrir utan Árna Johnsen. Samt held ég að það séu svo margir miklu verri en Árni greyið þegar það kemur að spillingu, þeir er bara flestir klárari en hann og láta ekki koma upp um sig.
snorri (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.