Er Helgi Seljan að missa sig?

Eftir að hafa fylgst með umfjöllun Stöðvar 2 og Rúv um ríkisborgararéttar málið virðist þetta liggja nokkuð klárt fyrir. Fram kom að 30% þeirra sem fá ríkisborgararétt gegnum undanþágu frá Alsherjarnefnd hafa búið hérlendis í skemmri tíma en 2 ár sem gerir mál tíðræddrar stúlku að venju fremur en undantekningu. Af því leiðir að þetta mál er allt hið undarlegasta af hendi Rúv og Helga Seljan. Fram er komið með málið sem mikla stórfrétt sem tekur undir sig nærri helming Kastljóss í einræðu Helga Seljan. Ekki reynist síðan nokkur fótur fyrir ásökunum Helga og málatilbúnaður allur með eðlilegum hætti.

Aðeins tvennt getur komið til greina sem ástæða fyrir þessu upphlaupi Helga og Rúv. Ritstjórn Kastljóss hefur hrakað svo að hún er komin niður á stig slúðurblaðanna eða að Helgi sé í persónulegu stríði á hendur Jónínu og/eða Framsóknarflokknum og reyni að smyrja óhróðri á Jónínu og flokkinn tveimur vikum fyrir kosningar. Framkoma Helga í viðtalinu við Jónínu var þess utan með eindæmum ókurteis með endalausum frammíköllum og útúrsnúningum og sást það greinilega að Helgi var orðinn ansi æstur og ekki sáttur við þá stefnu sem málin voru að taka.   

Nú fyndist mér að eðlilegustu málalok væru þau að fram kæmi opinber afsökunarbeiðni frá Rúv og Helga til ráðherrans og fjölskyldu hennar fyrir að bera á þau órökstuddar sakir og myndu þeir vera meiri menn af því að viðurkenna sín mistök.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölmiðlar eru fólkið sem á þeim starfar. Í þessu tilviki hefur fólkið sem á þeim starfar gjörsamlega tapað dómgreindinni í þessari frétt. Ég hefði haldið að þetta mál sé fremur jákvætt en neikvætt þ.e.a.s að þessi stúlka hefði fengið ríkisborgararétt. Þessi nefnd hafði fulkomna heimild til að veita þessa undanþágu þó að erindinu hafu verið hafnað hjá útlendingastofnun. Þessi frétt er ekkifrétt og gott og skýrt dæmi um fjölmiðlaeinelti.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Held ég muni tölurnar rétt sem komu fram hjá ruv í kvöld.

36 sóttu um undanþágu til alsherjarnefndar til að fá að gerast íslenskir ríkisborgarar. Nefndin varð við óskum 31.

Heilir 5 fengu ekki undanþágu.

Sammála þér Guðmundur

Ágúst Dalkvist, 28.4.2007 kl. 00:50

3 identicon

Mér finnst menn vera að nota "Baugsaðferðina" í þessu máli. Athyglinni er beint að fréttamanninum en ekki fréttinni sjálfri. Baugsmenn hafa notað þessa aðferð mikið, með góðum árangri, með því að benda á hitt og þetta sem er alveg óskylt Baugsmálinu, til að rugla fólk í ríminu og smátt og smátt gleymist það sem um er deilt. Ég ætla ekki að leggja dóm á þetta einstaka mál, en mér finnt nauðsynlegt að fréttamenn séu ágengir og láti menn (sérstaklega pólítíkusa) ekki komast undan því að svara. Það er alltof algengt að þegar spurt er, þá fer viðmælandinn út um víðan völl í svarinu, sneiðir hjá spurningunni og eftir mikla langlokuræðu eru allir búnir að gleyma spurningunni.

Brattur (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 07:49

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Axel: Alveg sammála þér með dómgreindarleysið og fjölmiðlaeineltið

Dúddi: Ég átti reyndar við á kjörtímabilinu en ekki í þessari einstöku afgreiðslu en hitt er alveg rétt, flestir þeirra sem sækja um fá undanþágu að því er virðist. Minnir mig svolítið á mannanafnanefnd sem hafnaði öllum skrítnum nöfnum en fólk kærði til tölvunefndar sem gaf nánast alltaf undanþágu. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 28.4.2007 kl. 07:52

5 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sammála þér. Finnst að megi koma fram hvort um stefnu sjónvarpsins sé að ræða eða reynsluleysi Helga.

Hvorugt frambærilegt.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.4.2007 kl. 09:05

6 Smámynd: Snorri Hansson

Stúlkan er velkomin til landsins og til hamingju með íslenskan ríkisborgararétt.
Framkoma rógsmanna er þeim til reginar skammar.

 

Snorri Hansson, 28.4.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband