22.4.2007 | 10:49
Sígandi lukka er best
Þar kom að því. Könnun fréttablaðsins sýnir Framsóknarflokkinn skríða yfir 10% markið og ekki mátti það mikið seinna vera. Það virðist vera sem enn og aftur ætli hið fornkveðna að sannast að endaspretturinn sé Framsókn drjúgur. Landsfundarsveiflan á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu er gengin til baka að því er virðist og því jafnræði komið á með flokkunum. Það að minni flokkarnir komi ekki mönnum að eða fái amk ekki yfir 5% þýðir að atkvæði greidd hinum flokkunum öðlast aukið vægi. Hinsvegar finnst mér líklegt að frjálslyndir komi að manni á Vestfjörðum hvað se tautar og raular. Það verður síðan áhugavert að sjá Gallup könnunina fyrir þessa viku sem nú er að byrja og sjá hvort að hún rímar við þessa könnun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.