20.4.2007 | 13:08
Að brosa og vera sæt
Það virðast allar kannanir vera sammála um það að fólk sé almennt ánægt með sitt og það hlýtur að þýða að ríkisstjórnin hafi staðið sig þokkalega. Hinsvegar virðist fylgið við ríkisstjórnina endurspegla vilja kjósenda til að breyta til. Ætli það sé ekki bara málið hjá stjórnarandstöðunni að hætta að reyna að tala niður efnahagsárangur ríkisstjórnarinnar. Það er bersýnilega til einskis. Hinsvegar ættu menn þá að leggja meiri áherslu á að taka góðar portrett myndir og gera skemmtilegar sjónvarpsauglýsingar til að leggja áherslu á að það sé hægt að velja nýtt fólk. Slagorðið gæti hljómað þannig: Nýtt fólk með sömu áherslur eða Sami grauturinn í nýjum potti. Þetta væri mun vænlegra til árangurs að mínu mati.
Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.