20.4.2007 | 11:46
Að vera blóraböggull íhaldsins
Það er aldrei gott hlutskipti að vera blóraböggull og það hefur Framsóknarflokkurinn fengið að reyna
hin síðari ár. Árið 1995 fékk flokkurinn 23,3%, árið 1999 18,4% og árið 2003 17,7%. Undanfarið hefur flokkurinn síðan verið að mælast með milli 8 og 10% fylgi. Það er því ljóst að flokkurinn er ekki að njóta þeirra verka sem ríkisstjórnin hefur komið í gegn heldur tekur hann á sig allt það neikvæða þess í stað að því er virðist. Egill Helgason kallaði þetta ástand að vera hýsill fyrir tilbera um það að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Alþýðuflokkurinn tapaði á sínum tíma rúmlega 4% og fór úr 15,5% niður í 11,4% í kosningunum 1995. Það verður spennandi í vor að sjá hvort vinstri flokkarnir verða æstir í að koma í stað Framsóknar ef ríkisstjórnin fellur. Efast um að þeir komi betur út úr því heldur en Framsókn hefur gert.
Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Málið snýst einfaldlega um það, að ef stjórnin heldur velli þá á heldur hún áfram.
Hef ekki trú á að Guðni Ágústsson sé nei skræfa þega til kemur
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.4.2007 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.