Núna kemur landsfundarbylgjan inn

Við þessu var að búast enda landsfundir beggja flokka í gangi. VG og Framsókn munu ná einhverju til baka í  næstu könnunum en þó held ég að þetta verði staðan á vinstri vængnum að Samfylking trompi VG og verði jafnvel allt að 10% hærri í kosningunum. 26 á móti 16 fyndist mér ekki ólíkleg útkoma. Stór hluti þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við VG munu ekki fá það af sér þegar á hólminn er komið og kjósa þá Samfylkinguna í staðinn. Það er eitt að segja eitthvað í símann en annað þegar komið er á hólminn og kjörseðillinn liggur á borðinu. 

 


mbl.is Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Örn Ólafsson

Ég held að kjörstaðaratkvæðin séu dáldið stór prósenta sem kemur til með að bitna mest á VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkinginn koma til með að hirða flestar prósenturnar þar.

Davíð Örn Ólafsson, 19.4.2007 kl. 07:54

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

26 á móti 16 - ég ætla rétt að vona að þú eigir við prósent en ekki þingmenn

Júlíus Sigurþórsson, 19.4.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Gleðilegt sumar

Ég held nú að það verði minni munur á vinstri flokkunum þegar upp verður staðið og jafnvel að VG verði stærri en SF. Annars fyndist mér best að kosningaúrslitin yrðu alveg eins og þessi könnun sýnir

Ágúst Dalkvist, 19.4.2007 kl. 22:32

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Kórrétt Júlíus prósent voru það en ekki þingmenn.

Gleðilegt sumar Dúddi. Eins og ég sagði þá hef ég trú á að kjósendurnir halli inn að miðjunni í kjörklefanum sbr. hið hefðbundna skrið frá D yfir á B uppá ca. 3-4%. Held að hið sama gerist hinumegin.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 20.4.2007 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband