19.4.2007 | 07:22
Byssur og útrás
Það er alveg ótrúlegt hvað Bandaríkjamenn eiga erfitt með að sjá tenginguna milli aðgengis að skotvopnum og morðtíðni. Á Íslandi hefði þessi náungi farið í skólann og slegist við nokkra nemendur til að fá útrás fyrir sínar meintu ósigra. Það er aðgengið að skotvopnunum sem gerir það að allt þarf að gera upp með þeirra hjálp sem leiðir að sjálfsögðu til mannfalls. Engar byssur = færri morð. Þetta er ekkert flóknara.
Sendi sjónvarpsstöð pakka á milli árásanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er að miklu leyti sammála þessu, og 100% á þeirri skoðun að byssulöggjöfin í BNA er alltof léttvæg, en ég tek samt líka gilda þá skoðun sem Moore kastaði fram í Bowling for Columbine að það er ekki *bara* hægt að kenna auðveldu aðgengi að byssum um þetta.
Guðbergur Geir Erlendsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 07:48
Þetta er ekki bara aðgenginu að kenna heldur eru fleiri þættir þarna að baki. Mér fannst annars Moore koma með marga góða punkta í BfC. ef maður horfði framhjá stílbrögðunum. Það að halda samfélaginu í greipum óttans er ákveðin leið til að hafa hemil á íbúunum. Minnir að hann hafi komið inná hluti eins og neikvæðar fréttir og hlutfall þeirra í Kanada og USA og það reyndist vera mjög mismunandi.
Mín skoðun er samt sem áður sú að afleiðingarnar gerða fólks eru í samræmi við hvort að það fyrsta sem það hefur við höndina er baseball kylfa eða UZI.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 19.4.2007 kl. 10:25
Ég veit að það er bæði gamaldags og hallærislegt ,þá held ég að sjónvarp hafi líka áhrif. Semsagt basebal kylfa,UZI og sjónvarp.
Snorri Hansson, 28.4.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.