18.4.2007 | 18:57
Ertu nú kominn landsins forni fjandi
Aldrei þótti henni ömmu minni góð tíðindi þegar fréttist af hafís fyrir ströndum. Hún man vel eftir hafísárunum á sjöunda áratugnum og harðindunum sem honum fylgdu. Á mínum uppvaxtarárum var hafísinn meira til skemmtunar en skelfingar enda stoppaði hann venjulega stutt við. Lékum við félagarnir oft þann hættulega, en æsispennandi leik, að hoppa á milli jaka og fórum jafnvel langt út á fjörð. Ekki var það nú til að friða foreldra okkar þegar til okkar sást. Það eru því misjafnar minningarnar sem fólk tengir við hafísinn.
Hafísinn færist nær landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.