Ertu nú kominn landsins forni fjandi

Aldrei þótti henni ömmu minni góð tíðindi þegar fréttist af hafís fyrir ströndum. Hún man vel eftir hafísárunum á sjöunda áratugnum og harðindunum sem honum fylgdu. Á mínum uppvaxtarárum var hafísinn meira til skemmtunar en skelfingar enda stoppaði hann venjulega stutt við. Lékum við félagarnir oft þann hættulega, en æsispennandi leik, að hoppa á milli jaka og fórum jafnvel langt út á fjörð. Ekki var það nú til að friða foreldra okkar þegar til okkar sást. Það eru því misjafnar minningarnar sem fólk tengir við hafísinn. 
mbl.is Hafísinn færist nær landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband