14.4.2007 | 11:01
Sýningar eða fundir?
Þegar maður horfði á kvöldfréttirnar á fimmtudag og föstudag þurfti maður að minna sig á að þessir fundir, ef fundi skyldi kalla, eru haldnir á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantaði til að fullkomna myndina var að sleppt væri þúsundum blaðra í bandarísku fánalitunum. Það er greinlega mikið í það lagt hjá flokkunum að gera leiksýninguna sem glæsilegasta og það er eflaust á kostnað málefnanna.
Vart mun mikið fara fyrir málefnavinnu á fundi Samfylkingarinnar þar sem kosningastefna flokksins hefur þegar verið prentuð og gefin út. Hjá Sjálfstæðismönnum verður væntanlega lögð lokahönd á kosningastefnuskrána og hún síðan klöppuð í gegn en tæplega verður um neinar grundvallarbreytingar að ræða en viðleitnin er þó til staðar.
Það er áhyggjuefni að menn séu farnir að apa eftir Repúblikönum og Demókrötum í framsetningu sinna málefna og frambjóðenda því lýðskrum á þeim mælikvarða sem þar tíðkast á halelújasamkomum á ekki heima í íslensku samfélagi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var einmitt að velta því fyrir mér að tímasetning fyrir fundina væri ansi nálægt kosningum og hvort ekki væri verið að spila á auglýsingagildi þeirra.
Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 11:26
Hef einhversstaðar tjáð mig eimitt um þessa landsfundi kortéri fyrir kosningar. Eins og gríðarlega stór auglýsingaherferð. Getið þið hvort einhver ágreiningur verður reistur á þessum tímapunkti? Allt verður samþykkt með rússneskri kosningu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 11:42
Sammála,voða einfalt.
Ragnar Bjarnason, 14.4.2007 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.