13.4.2007 | 14:21
Ofurtrú á ellismellunum
Hinn umdeildi Berlusconi er byrjaður með yfirlýsingarnar. Það að fara að óska sér andstæðings í úrslitunum er ofdramb og slíkt er jú falli næst eins og segir í máltækinu. Það að Kaka geti dregið úr sér gengið lið AC Milan lengra en undanúrslitin er annars óskhyggja. Ef Manchester menn spila eitthvað nálægt því sem þeir gerðu síðastliðinn þriðjudag þá verður hlaupið yfir gamlingjana frá Mílanó. Það verður góð skemmtun.
Berlusconi vill ná fram hefndum gegn Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hinir öldnu, en þó enn fersku Giggs og Scholes munu, með Ronny og Rooney sér við hlið, eftir að rúlla yfir hina öldnu og þreyttu hunda sem gegna stöðu miðverja hjá ítalska liðinu með enska nafnið. Þótt ég beri að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir félagi eins og Milan þá er einfaldlega ekkert sem getur stöðvað Alex Ferguson og hans menn, enda þyrstir þá sennilega meira en nokkurn annan í þennan og aðra titla. Það sést á eldmóði mannskapsins á tímabilinu, í öllum keppnum.
En fyrst Berlusconi vill tala um hefnd þá er ég nú meira en tilbúinn til þess að horfa á mína menn, Rauðu Djöflana, rúlla ítölunum upp enda er tapið gegn þeim í sömu keppi fyrir tveimur árum enn ofarlega í huga. Þá, áttum við varla sókn á markið á ítalíu, en núna verður blaðinu snúið við og tekið á.
Ellilífeyrisþegarnir í Mílanó eiga varla eftir að endast heilan hálfleik gegn mönnum eins og Ronaldo og Rooney. Látum mörkin rúlla!
Kristófer K. (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 16:30
Sæll Guðmundur, gaman að fylgjast með þér á blogginu. Ég hef mjög sterka skoðun á Berlusconi, þetta er alveg sama ofdrambið og hann er með á hinum pólitíska vettvangi. Maður sem hefur vafalaust farið illa með áhrif sín sem forsætisráðherra og lýðræði á Ítalíu.
Það er gleðiefni að Ronaldo endurnýjaði 5 ára samning við Manchester United, hefði verið súrt að missa hann frá Manchester.
Jón Einar Sverrisson, 13.4.2007 kl. 23:52
Já svo sannarlega vona ég að í þesssu tilfelinu mun hið unga lið Fergusons vina ellismellina. Þó ber þess að geta að United hefur bara einu sinni unið ítalst lið á Ítalíu (1999 Juventus, 2-3), þannig að við þurfum á góðum úrslitum að halda á heimavelli ef við eigum að fara lengra. Og ég trúi ekki öðru en að við mætur dýrvitlausir í þessa viðureigna. Og ef við spilum eins og á móti Roma á heimavelli þá stends ekkert lið okkur snúning.
Lifi Man Utd
KV
Gummi B
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 08:32
Þigg það Hafþór minn. Okkur hefur gengið ágætlega á móti Liverpool á þessu tímabili og það er alveg nóg að mæta Chelsea í bikarúrslitunum. Vona annars að Blackburn tækli þá í klessu í kvöld. Væri ekki leiðinlegt að mæta Blackburn í staðinn.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 15.4.2007 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.