Björgunarsveitir farnar að pikka upp ferðalanga

Það er með þessa páska eins og aðra að fólk heldur áfram að koma sér í klandur á hálendinu. Sem betur fer eigum við björgunarsveitirnar og Landhelgisgæsluna til að redda málunum þegar í óefni er komið. Það vill samt brenna við að fólk ani af stað að nauðsynjalausu í erfiðum veðurskilyrðum og sé þannig að bjóða hættunni heim. Held að mottóið þessa páska verði að fara varlega og stefna að því að koma heil heim á ný. 

PS. Batakveðjur til vélsleðamannsins 


mbl.is Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan vélsleðamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það eru annatímar í þessu eins og öðru. Í byrjun rjúpnatímans er maður t.d. alltaf viðbúinn. Svo fer maður alltaf nokkrar ferðir að Dettifossi að finna einhverja sem verða viðskila við hópinn. En umfram allt gildir auðvitað að fara varlega.

Ragnar Bjarnason, 5.4.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband