Vinstri sveiflan að ganga til baka?

Vinstri grænir halda áfram niðursveiflu sinni  og í þetta sinn er það ekki Íslandshreyfingin sem hagnast á því heldur Sjálfstæðisflokkurinn.  Ríkisstjórnin er komin inn á ný og er það eflaust ekki síst að þakka Íslandshreyfingunni. Samfylkingin er orðin föst í þessum 20% og Framsókn í 8% á meðan hinir flokkarnir rokka upp og niður á milli kannana. Mér segir reyndar svo hugur um að meginlínurnar fram að kosningum muni skýrast í næstu tveim könnunum eða svo þar sem það mun koma fram hvaða flokkar muni sækja í sig veðrið fram að kjördegi og hvaða flokkar muni fara halloka á lokasprettinum. 
mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gestur Guðmundsson

Eins og staðan er í dag höfðar enginn flokkur til mín, en ég hef hins vegar ákveðið að kjósa sjálfstæðisflokkinn. Bara vegna þess að ég held að það þurfi sterkt hægri afl til þess að vega upp á mót öfgakenndum VG.

Jón Gestur Guðmundsson, 5.4.2007 kl. 20:30

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ef mig minnir rétt Hafþór þá eru vikmörkin hjá Gallup venjulega 1,5-1,7% sem þýðir að sveiflan á VG er merkjanleg fyrir utan vikmörk og hjá Sjálfstæðismönnum einnig. Breytingin á hinum flokkunum er vel innan skekkjumarka. Held að úr þessu sé ljóst að VG fær ekki meira en 20% og jafnvel minna og það er orðið hæpið að Samfylkingin fari hærra en kanski 25%. Ef ríkisstjórnin á að falla verður Íslandshreyfingin annaðhvort að bæta sig verulega eða deyja drottni sínum því meðan þeir hanga í þessum 4,5% eru þeir bara að skaða vinstri flokkana. 

Þetta er skondið Jón Gestur því ég var einmitt að kommenta hjá Stebba Friðriks. í þessa veru þeas. að miðjufólk sem vill ekki fá VG í stjórn halli sér að Sjálfstæðismönnum þessa dagana. Það eru auðvitað eðlileg viðbrögð þegar róttækir flokkar gerast uppvöðslusamir að fólk fylki sér á bak við sterkasta andstæðing hans. Það má samt ekki alveg afskrifa möguleikann á að Sjálfstæðismenn og VG myndi ríkisstjórn þrátt fyrir allt og svíki þar með stórann hluta sinna kjósenda hvor um sig.  

Guðmundur Ragnar Björnsson, 5.4.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband