4.4.2007 | 12:25
Rómarganga Rauðu djöflanna
Það er nú vel við hæfi að Fergussynir haldi til Rómar svona í lok páskaföstunnar. Í boði er möguleiki á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar en þangað hafa mínir menn ekki komið síðan 2002, ótrúlegt en satt. Gestgjafarnir eru svosem ekki árennilegir, á ágætis siglingu í Serie A og slógu Lyon út fremur auðveldlega í síðustu umferð. Hinsvegar er Ronaldo í fantaformi og restin af liðinu og það eina sem vantar er að Rooney finni skotskóna aftur. Nú er bara að vona að drengirnir þurfi syndaaflausn hjá Benedikt í fyrramálið eftir að hafa niðurlægt Rómverjana.
Glory glory Man Utd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.