3.4.2007 | 08:58
Hverjir eru sérfræðingar RÚV???
Það er skrýtið að fólk virðist vera tilbúið til að trúa öllu og þá sérstaklega fréttamenn. Fréttamaður á RÚV tekur viðtal við Lúðvík skellir sér í Photoshop og límir nýju kerskálana yfir þá gömlu og voilá Alcan er búið að stækka. Samkvæmt hverjum er þetta raunhæft? Alcan er búið að tjá sig um málið í neðangreindri frétt og segir framtíðaráform álversins vera í skoðun eins og eðlilegt er þegar framtíðarplönin breytast. Fyrirtækið hefur ekkert gefið út um hvað er raunhæft eða ekki í stöðunni eða hvaða möguleika er verið að skoða. Starfsleyfið og umhverfismatið eru jú til staðar en það eru ekki einu forsendurnar sem þarf til að hægt sé að stækka á núverandi lóð. Held að RÚV menn ættu að róa sig aðeins í æsifréttamennskunni og hætta að reyna að láta líta út fyrir að Alcan hafi verið að ljúga að Hafnfirðingum í kosningabaráttunni. Held að menn ættu að draga aðeins andann djúpt og athuga sín mál öll og leyfa Alcan mönnum að skoða þessi mál í friði, lausir við fréttamenn í leit að næstu fyrirsögn.
Geta aukið framleiðsluna í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt hjá þér - það er þessi Svavar Halldórssson fv. formaður Stefnis (XD) í Hafnarfirði sem fer alltaf offari. Hann var svona líka þegar hann var á Stöð2, virðist vera eitthvað dapur með meirhlutann í hafnarfirði og er alltaf að reyna að búa til æsifréttir. Frægast var þegar hann vildi ná fylgi XD upp fyrir kosningar síðasta og dró oddvita þeirra á flot í álversumræðunni. Sá oddviti stóð á gati og eina sem hann sagði "íbúar eiga ekki að kjósa - við bæjarfulltrúar eigum að ráð öllu". Best væri að þessi drengur væri ekki með fréttir úr sínum æskubæ. Gott að setja hann í þýðingar á erlendum fréttum frá Norðurlöndum.
Guðmundur Björnsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 09:42
Bíddu bróðir sæll ertu að svara þinni eigin færslu?? ;) eða eru fleiri eins og þú þarna úti....
Annars afburðarbloggsíða, ég hef því miður ekki haft nógu mikið vit til að kommenta fyrr en tjahh ég held í vonina að einn daginn komi blogg sem mínir vitsmunir skilji fullkomlega og ég þori að tjá mig um :)
Þorgerður Lilja (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.