2.4.2007 | 21:40
Hægann hægann
Það er alltaf gaman að sjá þegar fjölmiðlamenn rjúka í að byggja loftkastala úr hálfkveðnum vísum. Lúðvík Geirsson talaði í kvöldfréttunum í hálfkveðnum vísum og fréttamenn rjúka til og leika sér í tölvunni að því að rífa kerskála 1 og 2 og skella tveimur nýjum í staðinn. Snilldarlausn hjá þeim, ég er viss um að Rannveig hringir í þá strax í fyrramálið og býður þeim vinnu við að endurhanna álverið.
Fyrir þá sem hafa kynnt sér deiliskipulagstillöguna og myndband Alcan af svæðinu þá sést glögglega stórt og mikið hús sem stendur á milli gamla og nýja hlutans. Þar var ætlunin að kersmiðja og skautsmiðja fyrir hinn nýja hluta myndi koma. Hvar ætla blessaðir fréttamennirnir að skella þessu húsi niður? Þetta er bara nýjasta dæmið um á hve lágu stigi fréttamennska er á Íslandi. Höfðu þeir samband við Alcan til að spyrja hvort að þetta væri möguleiki? Ekki kom það fram í fréttinni amk. Málið er líka það að ef rífa á gömlu kerskálana þá þýðir það skerta framleiðslu amk. tímabundið. Það er spurning hvað það myndi þýða fyrir starfsmennina? Á að senda þá í að byggja skálana í millitíðinni?
Vonandi hugsa fréttamenn Rúv málin til enda áður en þeir geysast fram með næstu stórfrétt.
Stækkun álversins rúmast innan núverandi deiliskipulags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ný skautsmiðja og kersmiðja komast fyrir við hlið kerskálanna innan núverandi girðingar. Það hefði alveg mátt taka þennan möguleika fram áður en farið var af stað með þessar kosningar.
Vigfús (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:21
Vigfús
Má ég spyrja hvar á lóðinni þú ætlar að koma byggingunni fyrir nákvæmlega þeas? Ef þú værir hagvanur á staðnum þá vissir þú auðvitað að það er lítið pláss fyrir byggingu sem er töluvert stærri en núverandi steypuskáli. Þú verður líka að kíkja á heildarmyndina. Hvað eiga starfsmennirnir að gera á meðan verið er að byggja?
Guðmundur Ragnar Björnsson, 3.4.2007 kl. 06:47
http://www.onno.is/myndir/frettir/ISAL_Staekkun/Isal_stor.jpg
Við vesturenda núverandi skála er nægt pláss fyrir þetta hús. Það þarf ekki að rífa alla þrjá skálanna áður en byrjað er á að reisa nýjan skála. Það er líkast nóg byrja á að rífa þrjú skálann og halda framleiðslu áfram í eitt og tvö skálunum á meðan.
Sjálfum finnst mér svona stórt álver ekki eiga að vera nálægt íbúðarbyggð en þetta er samt framkvæmanlegt.
Vigfús (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 08:51
Vigfús minn. Líttu aftur á myndina og berðu svæðið við vesturendann saman við ker/skautsmiðjuna. Þetta svæði dugar vart undir þriðjung þess húss. Það væri annars ógáfulegt að rífa skála 3 því hann framleiðir jú mest. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé langt því frá svo einfalt sem RÚV menn vilja vera láta enda er eini rökstuðningur þeirra sá að kerskálarnir komist fyrir í stað 1 og 2 skálans. Er ekki annars bara einfaldara að láta Alcan menn um að skoða hvort þetta er hægt? Hugsa nú að þeir viti nú best hvað er hægt eða ekki hægt og eins og Hrannar sagði í viðtali þá er framtíð álversins endurskoðun.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 3.4.2007 kl. 09:07
Já ég er búin að líta aftur á myndina og reyndar gera copy/paste á myndina af ker/skautsmiðjunnni. Það er feykinóg pláss. Ég er að tala um svæðið þar sem gamla mötuneytið var. Svo er fullt af húsnæði á svæðinu sem má færa.
Vigfús (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 09:25
Vigfús
Þú mættir endilega senda mér þína mynd því að ég sé þetta ekki ganga upp. Þú ert að meina við enda kerskála 3 ekki satt? Það er hvorki nógu langt né nógu breitt að mér sýnist en þú mátt endilega senda mér myndina sem þú ert búinn að gera (gudmbjo(hjá)msn.com). Svo er það nú ekki þannig að maður geti gefið sér að hægt sé að færa húsin eins og dómínókubba. Það mun kosta fyrirtækið mun meira að gerbreyta öllu svæðinu svo að hægt sé að endurnýja allt saman heldur en að stækka eins og upphaflega var áætlað. Og það er fyrir utan framleiðslutapið á byggingartímanum ofl.Guðmundur Ragnar Björnsson, 3.4.2007 kl. 12:52
Sæll Vigfús
Ég áttaði mig ekki á hvaða mynd þú værir að tala um. Á myndinni sem að þú vísar í vantar skaut/kersmiðju á myndina. Ef þú kíkir á myndbandið af stækkuninni á straumsvik.is þá sérðu bygginguna sem ég er að tala um.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 3.4.2007 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.