Rothögg fyrir Sól í Straumi? Raflínur lagðar í jörð

Eftirfarandi frétt birtist í gærkvöldi í sjónvarpsfréttum og á vef Alcan.

 

Raflínur í jörð við Vallarhverfið

Línumannvirki við Vallarhverfið í Hafnarfirði verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennustöðvarinnar við Hamranes samkvæmt nýju samkomulagi milli Landsnets og Alcan. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða settar í jörð við Kaldárselsveg að spennustöðinni en stöðin mun að loknum breytingum eingöngu þjónusta íbúabyggð á svæðinu. Hafnarfjarðarbær mun ekki bera kostnaðinn af breytingunum en þær eru háðar því að stækkun álversins verði að veruleika, enda eru aukin raforkukaup álversins forsenda þess að breytingin verði. Með samkomulaginu er komið mjög til móts við óskir bæjaryfirvalda og íbúa á svæðinu, sem hafa m.a. óskað eftir því að fá raflínur í jörð þar sem hægt er að koma slíku við.

Þær raflínur sem liggja munu að álverinu eftir breytingu verða mun fjær byggðinni en nú er. Byggð verður ný spennistöð við Hrauntungur, á landsvæði sem ráðgert er að verði framtíðariðnaðarhverfi Hafnarfjarðar, en að hinni nýju spennustöð verður ein loftlína frá Hamranesi. Vegna aukinna raforkuflutninga til álversins þarf að bæta við einni raflínu í flutningskerfi Landsnets (Kolviðarhólslínu 2) sem liggja mun ofan af Hellisheiði samhliða Búrfellslínu 3 að nýrri spennistöð við Hrauntungur. Flutningsgeta Búrfellslínu 3 verður einnig aukin og umhverfisrask þannig lágmarkað.

 

Spurning hverju Sólarmenn þurfa að snúa sér að núna. Við þetta snarminnkar sjónmengun og þá sérstaklega hjá íbúum Vallahverfis sem losna við línurnar úr sínu næsta nágrenni.

Mér var annars bent á grein eftir Benedikt Jóhannesson forstjóra Talnakönnunar í 11. tölublaði Vísbendingar. Hann bendir á að munurinn á því að stækka eða ekki stækka álverið sé nær 12-13 miljörðum en ekki 3-4 miljörðum eins og Hagfræðistofnun heldur fram. 

Já er málið 31. mars. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei, nei, nei, nei, nei.  Alla leiðina nei!!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 09:26

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þeir munu gera eins og þeir hafa ávallt gert, að skrumsæla alla hluti frmm í rauðan dauðan, minnist einmitt á þetta í færslu minni í morgun um álverið. http://partners.blog.is

Sigfús Sigurþórsson., 28.3.2007 kl. 10:50

3 identicon

Þú ert margbúinn að lýsa yfir sigri í þessu máli Gummi, þú ert orðinn svo viss að þú ættir að geta farið að hætta þessum áróðri ;)

Manni sýnist þetta nú bara vera útspil, eða tilboð, frá Alcan til að kaupa kjósendur á sitt band.  Ekkert að því svosem.  Bara að þeir standi við þetta svo að lokinni stækkun.  Skil nú reyndar ekki afhverju þeir biðu með þetta svona lengi, getur verið að þeir séu að bjóða uppá þetta vegna þess að þeir óttast Nei?  Þetta segir manni að Sól í Straumi sé að vinna góða vinnu, ég allavega mundi ekki gera ráð fyrir að þeir byðu uppá þetta ef ekki hefði verið fyrir Sól í Straumi.

Kveðja, Hafþór Örn.

Hafþór Örn (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:04

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Hafþór

Spurning hvort að þetta var spaðaásinn í erminni. Reikna samt með því að svona mál taki einhvern tíma í undirbúningi þannig að það er erfitt að segja alveg nákvæmlega um það. Með Sól í Straumi þá þá eru þeir að vinna mikla vinnu en ég set hinsvegar spurningamerki við gæðin. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 28.3.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband