Fyrirmyndar fréttamennska

Verð að nota tækifærið og hrósa mbl.is fyrir góða og málefnalega fréttaskýringu. Ekki er tekin afstaða með öðrum hvorum aðilanum og báðum fylkingum gert jafn hátt undir höfði. Ég hvet Hafnfirðinga til að kynna sér málið, ekki bara á heimasíðum fylkinganna heldur einnig á vefveitu Hafnarfjarðarbæjar þar sem hægt er að sjá upptökur af fundaröð Hafnarfjarðarbæjar. Þar koma fram ýmsar frekari upplýsingar sem gagn er að. Einnig er ýmislegt að finna á síðu Hags Hafnarfjarðar www.hagurhafnarfjardar.is. Síðan er bara að mæta á kjörstað á laugardaginn.
mbl.is Stefnir í tvísýnar álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það rétt hjá þér. Er ekki góð fréttaskýring þegar öllum aðilum er gert jafnhátt undir höfði ? Vantar ekki umfjöllun um hagsmunasamtökin Hagur Hafnarfjarðar ?

Helga B (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það hefði svosem alveg mátt taka þau með en ætli VG og Sól í Straumi hefðu þá ekki rekið upp ramakvein um að stuðningsmenn stækkunar fengju meiri tíma en þeir sjálfir. Þessvegna bætti ég nú inn linknum á Hag Hafnarfjarðar.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 26.3.2007 kl. 20:00

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Snilldarskrif hjá Pétri Tyrfingssyni V-grænum og Marxista um virkjana og stóriðjumál! Loksins ÓMENGUÐ sýn á þessi mál úr þeirri áttinni. Smellið  hér

(fyrirgefðu Guðmundur að ég tek mér það bessaleyfi að "linka" frá síðunni þinni, þú hendir því þá bara út ef þú ert ósáttur ))

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband