Með drumbinn í eigin auga benda menn á flísina hjá náunganum

Þetta kemur svosem ekkert á óvart að forsvarsmenn Sólar í Straumi reyni að æsa fjölmiðlana upp til að sverta álverið. Þetta er það sama bragð og þeir hafa reynt frá upphafi og fjölmiðlarnir verið æstir í að lepja upp eftir þeim vitleysuna. Í málflutningi Sólar í Straumi hefur ekki staðið steinn yfir steini og nánast allar þær yfirlýsingar sem frá þeim hafa komið hafa þeir verið gerðir afturreka með. Þeim hefur tekist að þrýsta á fjölmiðlana til að halda uppi neikvæðri umfjöllun um álverið (sérstaklega stöð 2) og ætla greinilega að láta kné fylgja kviði í þetta skiptið. Kynningarstarfsemi Alcan hefur fyrst og fremst beinst að því að upplýsa Hafnfirðinga um hvað fram fer í álverinu og hvaða áhrif stækkunin muni hafa. Auðvitað hefur kosningaáróður fylgt með að einhverju leyti enda kemur fyrirtækinu málið við ekki satt. Nánast öllum þessum ásökunum Sólar í Straumi hefur nú þegar verið svarað og þær hraktar þannig að nú er gripið til örþrifaráða ss. opinbers mannorðsmorðs.

Þannig er Hafnarfjörður í dag


mbl.is Sól í Straumi segja Alcan í framboði án mótframboðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri kannski rétt af þér að lesa yfirlýsinguna frá Sól í straumi áður en þú hellir úr þér. Sé ekki betur en straumsvik.is sé straum svik.is

Hörður Svavars (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 10:41

2 identicon

Þú ert nú meiri kjáninn, ætlar þú þá að halda því fram að Alcan sé ekki að gera hosur sínar grænar fyrir almenningi og fjölmiðlum ? Álver svo nærri mannabyggð getur hreinlega bara ekki átt rétt á sér. Vissir þú kannski að krækiberin sem vaxa á jörðinni í kringum álverið eru hvít á litinn og með öllu óæt ? Nei, það er ekki vegna of mikillar sólar í Straumi, heldur vegna OF mikillar MENGUNAR í Straumi.

Þar sem þú hefur ekki neinna hagsmuna að gæta og býrð ekki einusinni í Hafnarfirði þá er svosem ekki mikið mark takandi á þér. Svona stóriðjusleikjur eru alveg hreint ótrúlegar týpur, hvernig í ósköpunum getur þú "mælt" með því að erlendir álfurstar geti mengað land okkar og þjóð um ókomin ár ?

Svo ég vitni nú í grein sem finna má á http://theboyz.central.is

"Svifrykslosun mun aukast meira en tvöfalt, en nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar svifryks. Rannsókn var framkvæmd á 50.000 konum í Bandaríkjunum og niðurstöður sýndu það að líkurnar að deyja úr hjartasjúkdómum jukust um 76% og á heilablóðfalli um 83% fyrir hver 10 mg á rúmmetra svifryksmengunar. Niðurstöðurnar benda til þess að svifryk sé hættulegasta tegund loftmengunar sem til er."

Grímur Galvaski (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 10:44

3 identicon

Sæll

Það er staðreynd að Sól í Straumi hefur mjög svo greiðan aðgang að fjölmiðlum sérstaklega Stöð tvö svo og RUVútvarp sem reyndar er Sól í Efstaleiti og það sem er verst er að ekki er leitað nokkura andsvara frá hinum aðilunum .

Svona svo því sé haldið til haga þá var Sól í Straumi stofnuð fyrir nokkrum misserum síðan einkahagsmunasamtök  á kaffihúsi hér í Hafnarfirði af nokkrum einstaklingum úr Ása og Vallahverfi sem skyndilega tóku eftir því að það var iðnaðarhverfi í nágrenninu og þetta var VG fljótir að nýta sér.

Ingi A. (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 11:00

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Grímur gallvaski

Þú ert trúlega einn sá málefnalegasti maður sem ég hef heyrt í lengi enda ekki furða þegar reynt er að tala við umhverfisofstækismenn eða Nimbíista. Þú ættir að tala rólega þegar þú segir að ég eigi engra hagsmuna að gæta. Ég hef starfað í álverinu til margra ára og er í þann veginn að festa kaup á íbúð á Völlunum í Hafnarfirði sem sýnir þér kannski hversu hræddur ég er við mengun frá Álverinu sem er aukreitis langt innan allra marka.

Hvað varðar svifryksmengun ættir þú að kynna þér málið betur. Það er rétt að hún tvöfaldast en það hefur samt sem áður nánast engin áhrif í Hafnarfjarðarlegu samhengi. Það myndi trúlega muna meira um það ef þú einn og sér hættir að nota bíl og hjólaðir í staðinn. Svifryksmengun frá umferð er að mig minnir 99% eða meira af heildar svifryksmengun í Hafnarfirði amk. sagði fulltrúi umhverfisstofnunar að það tæki því ekki að tala um svifryksmengun frá álverinu í samanburði við umferðina.  

Ef þú síðan ætlar að kommenta hér aftur undir dulnefni með svívirðingar verður kommentinu eytt. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 26.3.2007 kl. 11:05

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þú fylgir þinni skoðun svo sannarlega vel eftir Guðmundur, lætur kné fylgja kviði og flytur hingað í Fjörðinn til okkar, flottur. Hvað varðar mikið af þeim rökum sem Sól í Straumi og aðrir andstæðingar Álversfrmkvæmda finnst mér vanta skipulagðari andsvör, mér (sem allavega ennþá er hlyntur stækkun) finnst það vanta að það sé góð samantekt á ÖLLUM þeim atriðum sem andstæðingar stækunarinnar halda fram og samantektin sé þá með vísindamenn með í öllu, þessi samantekt verði svo bæði ´sett inn á vefsvæði og vel auglýst. Já nafnlausum dónum á bara að eyða STRAX.

Sigfús Sigurþórsson., 26.3.2007 kl. 12:38

6 identicon

Sæll Guðmundur

Ég sé ekki betur en að Grímur sé mun málefnalegri en þú.  Þú nefnir ekki eitt atriði sem Sól í Straumi hafa sagt rangt, það er eflaust eitthvað en þær rangfærslur sem ég hef séð frá Alcan geta ekki verið óvart. Td. það að sýna hámarksmengun á ári og kynna til samanburðar mengun á dag! Hvað annað en svartasta lýgi er það? Og halda síðan áfram og segja að sú mengun geti aukist 200 falt til að hafa einhver áhrif!

Og ég veit ekki betur en að Alcan sé í harðri baráttu til að mála álverið eins hvítt, nú eða grænt, með öllum ráðum mögulegum þannig að Sís á fullan rétt á að leiðrétta þær lygar sem frá fyrirtækinu koma.

Gunnar Sturla Ágústuson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 14:44

7 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Gunnar Sturla

Ég taldi þess ekki sérstaklega þörf að hrekja þessi órök Sólar í Straumi einu sinni enn. Ef þig langar að sjá rök Sólarmanna hrakinn getur þú bæði skoðað neðar á síðunni eða kíkt á þetta

Hvað varðar mengunina þá hefur Alcan til einföldunar stillt menguninni þannig upp að tekin er meðaltalsmengun yfir árið og henni stillt upp gagnvart mörkunum í starfsleyfinu. Auðvitað eru meiri sveiflur en það í mengun frá degi til dags en myndi það ekki óneitanlega flækja málið ef öll umræðan snérist um seinnipart miðvikudagsins 23. september 2006 þegar mengun var 50% meiri en meðaltalið svo tekið sé dæmi. Hvernig sem á það er litið er Alcan langt undir öllum mörkum. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þessu umhverfisverndunarstefna sem blómstrar hér á landi og er góðra gjalda verð sé að leiðast út í umhverfisfasisma. Fólk virðist gersamlega hætt að taka mark á nokkru sem yfirvöld segja eða sérfræðingar. Er þetta arfleifð frá Kárahnjúkaumræðunni þegar einn vísindamaðurinn sagði eitt og næsti annað? Þetta háttalag stendur málefnalegri umræðu fyrir þrifum.

Sigfús

Ég er algerlega sammála þér að það vanti lista þar sem fullyrðingar beggja aðila eru teknar fyrir og annaðhvort skrifað uppá þær eða þeim hafnað. Nú er ég allavega ekki rétti maðurinn til að taka slíkt saman enda ekki hlutlaus í málinu. Það hafa ýmsar upplýsingar komið fram auk skýrslu Hagfræðistofnunar og þá sérstaklega á fundunum þremur á vegum bæjarins. Þeim upplýsingum sem þar hafa komið fram þyrfti að koma betur á framfæri því ekki mættu allir Hafnfirðingar á fundina. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 26.3.2007 kl. 15:49

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Merkilegt innlegg hjá þeim galvaska eða hitt þó heldur. Þynningarsvæði áversins á Reyðarfirði  sem verður 340 þús. tonn er 1 km radíus. Á því svæði er ekki ætlast til að búfé sé á beit né ræktað neitt til manneldis. En það er ekki þar með sagt að það sé hættulegt. Hættumörk eru við margfalt  meiri mengun. Núverandi stærð í Straumsvík... er hún ekki 180. þús tonn?

 Hvar eru þessi hvítu krækiber við Straumsvík. Ég væri alveg til í að smakka þau

Það væri virkilega upplýsandi fyrir almenning að fá einmitt lista yfir fullyrðingabullið frá andstæðingum stækkunarinnar. En ég efast um að andstæðingarnir kæri sig mikið um það.  

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2007 kl. 16:44

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var viðtal við einhvern andstæðinginn  um daginn, hann hafði einhvern fræðings titil sem ég man ekki lengur hver var. Hann talaði um óvissar afleiðingar langtíma mengunar frá svona verksmiðju á vanfærar konur. Að vísu hefðu engar rannsóknir sýnt fram á þetta við álver sem starfrækt höfðu verið í áratugi en heilsa vanfærra kvenna yrðu að njóta vafans.

Hve langt er hægt að seilast?

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2007 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband