Ósmekklegt innlegg í umræðuna um Straumsvík

Sá hér áðan tilkynningu á bloggsíðu Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur. Þar var kynnt uppákoma með hljómsveitinni Úlpu til stuðnings Sól í Straumi undir yfirskriftinni ,,En hvað með kjarnorkuver?".

Er fólk alveg að tapa sér í umræðunni?

Á álframleiðsla eitthvað skylt við kjarnorkuver?? 

Er búið að bæta við þriðja valkostinum fyrir Hafnfirðinga???

Ef fólk er orðið svona róttækt í sínum málflutning ætti það að taka sér ferð til fyrirheitna landsins í Austri. Þau gætu eytt tíma sínum í Kystym  og séð hvernig gömlu átrúnaðargoðin hafa farið með náttúruna þar. Hugsanlega gæti það fundið sér eitthvað meira aðkallandi til að fara í krossferð gegn.

Í Hafnarfirði er verið að kjósa um deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir ákveðinni tegund iðnaðar sem fólk getur síðan stutt eða hafnað. Er ekki málið að láta þar við sitja og hætta þessu bulli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband