22.3.2007 | 17:32
Dr. Jekyll og Mr. Hyde - Samfylkingin í hnotskurn
Á þessum síðustu og verstu tímum í stuttri sögu Samfylkingarinnar er ástandið innan flokksins farið að líkjast ástandinu í Rómaveldi á 5 öld. Hver höndin er upp á móti annari í því fáti sem komið hefur á flokkinn eftir að skoðanakannanir sýndu að flokkurinn stefndi hraðbyri niður fyrir 20% markið og yrði þar með litli bróðir VG. Sem dæmi um þetta er afstaða flokksins í málefnum álversins í Straumsvík. Samfylkingin sem er við völd í Hafnarfirði hefur staðið að málinu á skynsmalegann hátt að mínu mati með því að leyfa bæjarbúum að segja sína skoðun á málinu. Það má síðan deila um hvernig þeir hafa staðið að kosningunum og hvort að það sé eðlilegt að meirihluti leggi fram skipulagstillögu án þess að mæla með henni. Látum það liggja á milli hluta.
Á meðan þessu hefur farið fram í Hafnarfirði hefur ýmislegt gengið á í Samfylkingunni á landsvísu. Ingibjörg Sólrún kom upphaflega fram og hrósaði Samfylkingunni í Hafnarfirði fyrir að ganga á undan með íbúalýðræði og taldi þetta innarbæjarmál Hafnarfjarðar. Ekki löngu síðar þegar skoðanakannanirnar fóru að gefa til kynna fylgisflótta til vinstri sáu ISG og fylgisveinar hennar sér þann kost vænstan að skipta um skoðun á málinu. Skyndilega var kosningin í Hafnarfirði orðin marklaust plagg því Ingibjörg og Samfylkingin myndi beita sér fyrir því að áverið yrði ekki stækkað með öllum tiltækum ráðum. Samfylkingin í Hafnarfirði er semsagt að leggja málið í dóm íbúanna í óþökk móðurflokksins. Samfylkingin ætlar greinilega að láta þetta heita dýra skoðanakönnun sem er þá væntanlega þarflaus með öllu.
Síðan undra Samfylkingarmenn sig á að fylgið hverfi
Ja ég bara spyr
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ertu viss Guðmundur, að þeir undrist það eitthvað?
Sigfús Sigurþórsson., 22.3.2007 kl. 19:31
Það er góð spurning hvort að þeir undrist þetta í raun og veru. Hugsandi fólk sér þetta klárlega og eitthvað af slíku hlýtur að vera að finna innan Samfylkingarinnar.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.3.2007 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.