21.3.2007 | 12:54
Öfundaðir vegna orkuforðans
Hollingham fer ekki dult með að hann öfundar Íslendinga af forða þeirra af endurnýjanlegum orkugjöfum. Nú er bara að nýta þessa orkugjafa skynsamlega því þeir eru ekki óþrjótandi.
Fjallað um umhverfis- og stóriðjumál Íslands í BBC og Independent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg rétt, við þurfum að nýta okkar orkugjafa mjög skynsamlega. Og það er ekki ofmælt að Bretar öfunda okkur af orkuforðanum. Þeir hafa verið að velta þeim möguleika fyrir að byggja enn fleiri kjarnorkuver til að mæta stóraukinni orkueftirspurn, sem margir hafa hugsað til með hálfgerðum hryllingi.
En af öðru, hefurðu velt því fyrir af hverju Framtíðarlandið (og fleiri úr þeirri átt) koma ekki með lausnina fyrir Vestfirðinga? Þar eru engar þær orkulindir sem verða virkjaðar í stórum mæli. Þess vegna ætti hugtakið "eitthvað annað" einmitt við þar. En enginn þeirra kemur með tillögur.
kveðja Gísli
Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:03
Það er athyglisvert hvernig Vestfirðir eru hundsaðir í öllu að því er virðist. Sem Vestfirðingur að ætt og uppruna sakna ég þess að menn komi með raunhæf úrræði fyrir Vestfjarðakjálkann. Vestfirðingar eiga að vísu tvo virkjanamöguleika sem hægt væri að nýta en það er Hvalá í Ófeigsfirði og Vatnsfjarðarvirkjun með miðlun af Glámu. Hef reyndar grun um að Vatsfjarðarvirkjun myndi valda verulegu umhverfisraski vegna hinna miklu miðlana sem þyrftu að eiga sér stað. Þessi 300 Gwh frá Hvalá eru ekki nóg fyrir álver og því hefur verið talað um að selja orkuna til Grundartanga meðal annars. Það eru þó eflaust aðrir iðnaðarkostir í stöðunni fyrir Vestfirðinga því ekki er allur orkufrekur iðnaður svo stór í sniðum eins og álframleiðsla.
Samfylkingin hefur mikið haldið á lofti uppá síðkastið þeirri hugmynd að störf séu færanleg og óháð búsetu. Halda þeir því fram að hægt sé að flytja allt að 500 störf á ári út á landsbyggðina. Þeir átta sig ekki á því að vegna þess að fólkið sem á að vinna þessi störf, sem velflest krefjast háskólamenntunar, þá þarf fólkið að sækja sína menntun burt frá Vestfjörðum og kemst þar af leiðandi í kynni við mun hærra þjónustustig en gerist á heimaslóðunum. Það er því ekkert skrýtið að fólk ílengist á höfuðborgarsvæðinu að loknu námi þrátt fyrir að starf þess geti allt eins verið unnið á Vestfjörðum. Svo verður líka að huga að því að flestir eiga sér maka og það er ekki nóg að það sé til starf við hæfi annars aðilans heldur beggja fyrir utan það að ef maki Vestfirðingsins er annarstaðar frá er hann eftilvill ekki ginkeyptur fyrir að flytjast þangað.
Ég hef sjálfur prófað það að flytjast aftur á heimaslóðir um eins árs skeið og það var á heimaslóðir konu minnar sem eru skammt frá mínum. Ætlunin var svo sem ekki að festa þar rætur en við komumst fljótlega á þá skoðun að okkur hentaði ekki lengur þetta einfalda samfélag og fluttum aftur í bæinn. Það er ekki fyrir alla að flytjast út á land en það verður að finna einhverjar lausnir á því hvernig þeir sem vilja eiga heima á Vestfjörðum geti átt þar heima áfram og notið viðunandi þjónustu og samgangna.
Mínar hugmyndir eru í þá áttina að skattaívilnanir bæði til fyrirtækja og einstaklinga og frekari uppbygging samgangna og möguleika til framhaldsmenntunar séu þau úrræði sem eiga beinast við. Einnig þarf að styrkja útgerðina á Vestfjörðunum og þá sérstaklega smábátaútgerðina. Mér dettur helst í hug í því sambandi krókakvóti sem er bundinn við Vestfirði en framseljanlegur innan þeirra eða innan ákveðinna svæða á Vestfjörðum.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 21.3.2007 kl. 14:55
Ekki er nokkur vafi á að breyting á kvótamálunum er það sem virkað' strax til góða fyrir Vestfyrði, og að sjálfsögðu önnur byggðalög. Virkjanir og flestar aðra aðgerðir sem verið er að tala um tekur langan tíma og langan undirbúningstím, flytja störf útá lansbyggðina! þá fengi Vestfyrir nanski 10 störf þetta árið 20 næsta og 3 þarnæsta, það sjá það allir að það leysir ekki stóran vanda hjá fólkinu sem nennir að búa á þessum ég vill segja erfiðu stöðum.
Sigfús Sigurþórsson., 21.3.2007 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.