Framtíðin grá eða græn???

Það var einstaklega ánægjulegt hvað margir Íslendingar og þá sérstaklega VG fólk hefur gengið til liðs við Framsóknarflokkinn síðustu daga og valið græna framtíð fyrir Ísland. Þetta fólk hefur greinilega áttað sig á að framtíð Íslands er best borgið með Framsóknarmenn við  stjórnvölinn og nú þegar hefur verið gerð tillaga um að Steingrímur J fari fram í heiðurssæti Framsóknar í NA kjördæmi enda alþekktur atkvæðaveiðimaður sérstaklega meðal kvenna. Þeir sem enn vaða í villu og svima og eru á gráu svæði innan annara flokka eru vinsamlegast beðnir um að ganga inní græna framtíðarlandið og þar með í Framsóknarflokkinn sem félagar fyrir lífstíð. Allt er vænt sem vel er grænt, Framsókn og Framtíðarlandið til sigurs.Grin

PS: Þegar Baugsmáli loksins lýkur mun koma höfundarréttarmál fyrir héraðsdóm Reykjavíkur þar sem krafa hefur verið gerð frá Framsókn að VG felli niður bókstafinn orðið grænt úr nafni sínu og þar með bókstafinn G. Fram hefur komið að Jónas frá Hriflu sótti um einkaleyfi á notkun orðsins grænt og litnum grænum í íslenskri pólitík og gildir ofannefnt einkaleyfi til 2216.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband