Hverskonar fólk notar börn í þessum tilgangi?

Ég verð nú að viðurkenna að við að lesa þessa frétt sýður á mér. Þetta eru ekki manneskjur sem haga sér svona. Man að ég las einhverntíman að Úkraínumenn á mála hjá Hitler hefðu steikt rússneska skæruliða yfir hægum eldi. Ef einhverjir ættu skilið slíka meðferð væru það þessir tveir kónar fyrir að misnota börn á þennan hrottalega hátt. Hvað höfðu þau unnið til saka?
mbl.is Uppreisnarmenn í Írak sagðir hafa beitt börnum í sjálfsvígsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gættu þess að sjóða ekki uppúr yfir þessu,, fréttin er kannski ekki svo svakalega sönn. Hún kemur frá sömu aðilum og sögðu okkur að Saddam byggi yfir ógurlegum gereyðingarvopnum og mannstu hvað allir trúðu því og hefurðu frétt hvað gerðist í framhaldinu og ef fréttin er sönn þá er hún einmitt afleiðing af aðgerðum sem voru réttlættar með lygi þeirra er færa þér þessa frétt. 

Brynjar (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 20:55

2 identicon

Að einstaklingur notar lítil börn til að koma höggstað á óvin er aldrei réttlætanlegt og mér þykir fáranglegt að þú sért að reyna að gera það Brynjar. Þó vald sé á fárra manna höndum í BNA og Írakstríðið afleiðing þess er það fremur barnalegt að útiloka allt sem kemur úr 400 milljónasamfélagi af því Bush er fáviti og upplýsingarnar falla ekki vel inní  þína heimsýn.

Gísli (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 00:10

3 identicon

Gísli! Réttlæting? Heimssýn? 400 milljóna samfélag?... þessi frétt kom ekki frá heilu samfélagi.... Réttlætistilfinning mín býður mér ekki uppá að réttlæta það að saklaust fólk sé sprengt í loft upp, hvernig svo sem staðið er að því, hvort sem það eru hryðjuverkamenn á jörðu niðri eða herforingjar sem fyrirskipa uppáklæddum þjálfuðum mönnum að varpa sprengjum úr flugvélum eða skjóta flugskeytum. Ég er bara að benda á að það eru öfl í heiminum sem notfæra sér fjölmiðla til að hafa áhrif á almenningsálit og kynda undir fyrirlitningu og ótta.

Brynjar (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:02

4 identicon

Í guðanna bænum ertu ekki sagnfræðingur. Sem slíkur ættir þú að geta horft á upplýsingar sem þú færð í hendurnar með gagnrýnum augum. Mundu að þessi yfirlýsing kemur frá bandaríkjaher, og hann hefur oftar en einusinn verið staðinn að stórum lygum í þessu stríði.  Settu þetta bara í samhengi við að nú þurfa bandríkjamenn á stuðningi að halda og að vinna fólk á sitt band. Svona áróður er einmitt liður í áróðursstríðinu. Má vel vera að þetta sé satt og þá er það óafsakanleg hegðun.

En hvað með bandaríska hermanninn sem nauðgaði 14 íraskri stelpu meðan 3 félagar hans drápu fjölskyldu hennar í næsta herbergi, konur og börn. Þessi fullyrðin hefur nú verið sönnuð og því má vel trúa henni. En í guðanna bænum þá verður fólk að passa sig á að lepja ekki allt upp sem sagt er.

Sölvi B. (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband