19.3.2007 | 18:37
Hvenær kemur svo reikningurinn inn um lúguna hjá okkur?
Er loksins farið að hilla undir lokin á þessari endaleysu? Miðað við frammistöðu ákæruvaldsins í samráðsmáli olíufélaganna, þar sem fólki fannst það borðleggjandi að hægt væri að dæma forstjórana fyrir samsæri gegn þjóðinni (heita það ekki annars landráð?), þá er ekki að búast við öðru en sýknudómi í málinu.
Síðan kemur reikningurinn fyrir lögfræðingasukkið og hann endar þá á borði almennings, nema hvað. Held það væri réttast að vísa rukkuninni til föðurhúsa og fara með hana í Seðlabankann. Dabbi getur sjálfur borgað brúsan af þessu einkamáli sínu gagnvart Baugi, ekki hef ég neina löngun til að gera það.
Vitnaleiðslum lokið í Baugsmálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo sér maður Kristinn bara sem skemmtiefni í Kastljósinu hjá Sigmari. Ég verð að játa að ég er svo illa gerður að ég hló eiginlega allan tímann yfir því viðtali. Bíð spenntur eftir að fá Baugshersinguna í Kastljósið.
Ragnar Bjarnason, 20.3.2007 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.