Væn búbót það

Þá kom loksins eitthvað efni frá óháðum aðilum sem hægt er að glugga í fremur en að deila um hvort að sé eitthvað að marka eður ei. Þessi skýrsla sýnir svart á hvítu hvað stækkunin þýðir fyrir Hafnarfjörð, ekki bara ein og sér heldur borin saman við aðra kosti í stöðunni. Inn í þessum tölum eru ekki hin frægu margfeldisáhrif enda má deila um hvort þau væru þau sömu fyrir annan iðnað sem kæmi í stað stækkunar eða ekki. Mín persónulega skoðun er sú að það myndi taka langann tíma að byggja upp iðnað á svæðinu sem myndi skila sama arði í bæjarsjóð Hafnarfjarðar og sömu margfeldisáhrifum inn í bæjarfélagið. Þá skoðun eru eflaust ekki allir sammála um en það er bara eins og það er.

Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einfalt reikningsdæmi þar sem tapið reiknast allt að 600 miljónir en ágóðinn allt að 5 miljarðar. Þar sem stækkunin hefur staðist allar opinberar kröfur án kæru er erfitt að grípa til mengunarrakanna og það gerir það að verkum að einu rökin sem hægt er að grípa til gegn stækkun eru tilfinningarökin. Ég er ekki að gera lítið úr vægi þeirra raka enda ganga þau í báðar áttir. Starfsmenn álversins eru uggandi um framtíð síns vinnustaðar ekki síður en sumir Hafnfirðingar eru ekki sáttir við að álverið stækki af ýmsum ástæðum. Þessi skýrsla ætti hinsvegar að gera hinum þögla meirihluta auðveldara að taka sína ákvörðun þann 31. mars.


mbl.is Tekjuauki Hafnfirðinga af stækkun álvers 3,4-4,7 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

6-8 þús kall á íbúa á ári! Er það svona frábært? Ég væri til í að greiða þennan pening fyrir minni mengun.

Ibba Sig., 19.3.2007 kl. 18:25

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þú værir ekki að greiða þetta fyrir minni mengun heldur bara fyrir það að hafa ekki stærra álver í Straumsvík. Eins og nefnt er í skýrslunni eru tekjurnar varlega áætlaðar og gert ráð fyrir að það sé hægt að fullnýta iðnaðarsvæðið strax. Einnig er ekki reiknað með tekjum fyrirtækja í Hafnarfirði af stækkuninni. Trúlega verður upphæðin því mun hærri en þetta.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 19.3.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband