18.3.2007 | 17:05
Er farið að grípa í hálmstrá í Straumi???
Eitthvað eru Sólarmenn illa að sér í þessu máli. Þetta verður þá væntalega keyrt í gegn á sumarþingi og kemur stækkunarumræðum þannig lítið við. Skattabreytingin á hvort eð er að vera afturvirk þannig að þetta upphlaup Sólarmanna er illskiljanlegt. Er þetta örvæntingarbragð? Sólarmenn eru þeir einu sem geta svarað því.
Sól í Straumi: Fjárhagsleg rök fyrir samþykki stækkunar Alcan brostin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eitthvað virðast þessi tíðindi fara illa ofan í Guðmund Björnsson. Það liggur ekkert fyrir um það hvort og hvenær þetta lagafrumvarp verður lagt aftur fram. Ólíklegt að það yrði á sumarþingi þar sem framundan eru stjórnarskipti. Engin örvænting hjá okkur Sólarfólki. Hins vegar er ljóst að málflutningur Alcan í þessari baráttu hefur verið byggður á veikum grunni. Þeir virðast hafa gengið að því sem vísu að frumvarpið yrði afgreitt og samþykkt á Alþingi. Þessar margumtöluðu 800 m.kr. eru því ekki lengur haldbær rök. Ef af stækkun verður yrðu tekjur af framleiðslugjaldinu um 180-190 m.kr. á ári í stað 70 m.kr. það er nú allt og sumt.
Sigurður P. Sigmundsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 17:46
Það átti að keyra þetta í gegn strax eftir áramót sbr. Jón Sigurðsson ráðherra. Væntanlega eru vangaveltur, ekki staðreynd. Það er því ekkert hægt að segja með vissu hvort að þetta verði að lögum og Hafnfirðingar hafa enga vissu fyrir því þegar þeir kjósa um málið.
Þórdís (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 17:52
Það þýðir lítið að tala um að þetta frumvarp muni ekki koma fram aftur. Í stofnsamningi milli ríkisins og ÍSAL stendur skýrum stöfum eftirfarandi.
25.05. Á gildistíma eða framlengdum gildistíma þessa samnings skal framleiðslugjaldið gilda nema eitthvað af eftirfarandi eigi sér stað:
(a) ISAL velji að lúta almennum íslenskum skattalögum skv. málsgrein 33.03 með gildistöku á þeim degi sem breytingin yfir í hið almenna skattkerfi er ákveðin í samræmi við sömu málsgrein 33.03;
Eins og skattkerfið er í dag er það hagstæðara fyrir Alcan að flytja sig yfir í íslenska skattkerfið sem þýðir auknar tekjur fyrir Hafnarfjörð. Það þýðir auðvitað það að Alcan eru ekkert hættir við að flytja sig þó að málið frestist og það skiptir engu máli hvort ríkisstjórnarskipti verða eður ei því þetta stendur klárlega í samningum.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.3.2007 kl. 18:52
file:///C:/Documents%20and%20Settings/Sigurj%C3%B3ns/Desktop/Alcan.pdf
Sll Guðmundur hér er smá yfirlit.
Kv.Sigurjón
sigujón (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 19:22
Breytir ekki þeirri staðreynd að þetta er ekki orðið að lögum og eftir standa orðin ein um einvherjar 800 millur þegar að menn ganga til kosninga.
Þórdís (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 19:43
Sæll Sigurjón. Á í vandræðum með að opna skjalið. Mættir prófa að setja linkinn aftur inn eða senda hann í tölvupósti á gudmbjo(hjá)msn.com
Sæl Þórdís. Það er alveg rétt að þetta er ekki orðið að lögum ennþá eins og svo margt annað sem átti að verða að lögum þetta vorið. Hitt er þó kristalklárt að fyrirtækið hagnast á því að skipta yfir í íslenska skattkerfið og hefur fullann rétt á því. Hversvegna í ósköpunum ættu þeir að hætta við?
Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.3.2007 kl. 19:48
Sæll Það þýðir ekkert fyrir VG eða Sól í Straumi reyna falsa staðreyndir ,staðreyndin er sú að Alcan mun samkv. "Master Agreemennt" fara inní nýja skattkerfið við stækkun og Alcan mun því greiða Hafnarfjarðarbæ um einn milljarð á ári " hvort sem sumum líki það betur eða verr, og ég endurtek þetta er óhrekjanleg staðreynd.
Kveðja
Ingi A.
Ingi A. (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 20:20
Þar sem þetta er ekki komið í lög að alcan greiði fasteignagjöld þá getur fyrirtækið ekki staðið á þeim tölum sem þau hafa haldið á lofti. Þessi stækkun á ekki rétt á sér miðað við þá mengun sem af henni stafar og þar sem tekjur Hafnarfjarðar munu ekki aukast miðað við stöðu í dag þá eigum við að segja nei við stækkun. Við getum ekki samþ. eitthvað sem er aðeins frumvarp ekki lög. segjum nei og mótmælum stækkun alcan.
Þórður Ingi Bjarnason, 18.3.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.