Davíð og Bush vs. Saddam, Phyrrosarsigur

Það er ótrúlegt hvað Bandaríkjamenn eiga erfitt með að læra af mistökum. Þeir eru algerlega einbeittir í því að skíta í eigin hreiður eins og fyrir 30 árum síðan. Í stað þess að einbeita sér að því að láta Íraka sjálfa sjá um sín öryggismál og halda sig til hlés vilja þeir eins og venjulega spila stóra bróður og fara að leika sér með byssurnar sínar. Það er örugglega auðvelt að sitja í hvíta húsinu og færa til pinna á korti en það er örugglega ekki auvelt að vera þar sem þessir pinnar eru færðir fram og aftur á kortinu.

Ríkisstjórn Íraks virðist vera sæmilega traust í sessi og öryggissveitir þeirra eru að ná upp styrk og ættu að geta höndlað deilurnar milli Shíta og Súnnía þegar búið er að fjarlægja Bandaríkjaher hvers nærvera er eins og olía á eldinn. Peningunum sem er eytt í að halda Bandaríkjaher þarna úti er síðan hægt að nota í að styrkja Írakana og þjálfa lið þeirra. 

Núna má hinsvegar fara að búast við því að sagan frá Víetnam endurtaki sig með því að Bandaríkjamenn hrökklist út og skilji ríkisstjórn Íraks eftir bjargarlausa. Í Írak verður síðan borgarastríð í nokkur ár áður en einhver öfgaíslamistagrúppa nær völdum. Þá var nú betur heima setið en af stað farið.

Það er skylda Íslendinga að draga sig útúr einkastríði Davíðs Oddssonar, annað er rugl. 


mbl.is Búist við fjölmennum mótmælum gegn Íraksstríði í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já á meðan við kóum með kananum þá vaða þeir áfram í villu sinni alveg sannfærðir.

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú mælir fyrir munn margra núna Guðmundur.

Haukur Nikulásson, 18.3.2007 kl. 12:03

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr, út úr einkastríðinu af "staðfestu"

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband