15.3.2007 | 21:57
Skólaslit hjá 6 ára bekk????
Þetta minnir mig á þegar ég lagði stund á kennslu einn vetur fyrir nokkrum árum. Þá áttu sumir 6 ára nemendurnir erfitt með að sitja kyrrir, hljóðir og einbeita sér að verkefnum dagsins. Sérstaklega var þetta áberandi þegar líða fór á vorið og gott veður utandyra. Greip ég stundum til þess ráðs að fara með börnin út í náttúruna til að ná úr þeim mesta galsanum. Spurning hvort að Sólveig ætti að fara með liðið í göngutúr í kringum tjörnina og hver veit kanski væri hægt að henda brauðmolum í endurnar. Mannskapurinn gæti kanski setið kyrr á eftir og einbeitt sér að því að ýta á réttann takka. Það krefst mikillar einbeitingar ekki satt
Gengur ekki að margir séu að reyna að stjórna þingfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það væri nú skemmtilegt að sjá allann hópinn vappa í kringum tjörnina haldandi í lykkjuna sína á bandinu.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 16.3.2007 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.