15.3.2007 | 17:22
Kommúnísk ritskoðun?
Mig langar endilega til að fá að vita hversvegna ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna létu undan kvörtunum við að Hagur Hafnarfjarðar tæki þátt í umræðum um málið. Hótuðu einhverjir aðrir að taka ekki þátt og þá hverjir? Óttuðust Sólarmenn að þetta yrði ekki sú einstefna þeirra og VG gagnvart fulltrúa Alcan eins og þeir höfðu vonast eftir? Ekki var að búast við að hinir flokkarnir myndu verja Álverið því þessa stundina þykir það ekki fínt að vera stuðningsmaður iðnaðar á Íslandi nema ef vera skyldi íslensks heimilisiðnaðar. Sjónarmið Alcans og Hags Hafnarfjarðar eru ekki þau sömu ef fólk var að óttast tvítekningu. Alcan vill jú hagkvæmari framleiðslu á meðan Hagur Hafnarfjarðar berst fyrir öflugu atvinnulífi í Hafnarfirði og aukinni hagsæld bæjarins. Þetta eru sjónarmið sem þurfa málsvara eins og önnur sjónarmið í málinu.
Skora hér með á forystumenn ungliðahreyfinga flokkanna að skýra nánar frá málavöxtum.
Fulltrúum Hags í Hafnarfirði meinuð þátttaka á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.