Dómsdagur í Straumi. Kjarnorkustríð yfirvofandi????

Það er ekki öll vitleysan eins. Hélt nú að Sigmundur Ernir frændi minn ætti ekki svona til. Það er allavega vonandi að Heimir Már Pétursson fái ofanígjöf fyrir fréttamensku af þessu tagi ef fréttamensku skyldi kalla. Einhliða frétt hans af skoðanakönnun Blaðsins í gærkvöldi er skólabókardæmi um hvernig fjölmiðlar geta misbeitt valdi sínu og verið skoðanamyndandi í málum í stað þess að vera í hinni hlutlausu stöðu áhorfandans sem greinir satt og rétt frá atvikum og gefur öllum skoðunum færi á að koma fram.

Hér kom fram skoðanakönnun þar sem afar mjótt er á mununum um mál sem marga skiptir miklu. Hver eru viðbrögð fréttastofu Stöðvar 2, jú hún rýkur út og nær í fulltrúa Sólar í Straumi í viðtal þar sem hann líkir sér við Davíð í baráttu við Golíat. Miðað við þá fjölmiðlaumfjöllun sem Sólarmenn hafa fengið er nú öðru nær. Engin viðtöl hafa verið tekin við fulltrúa Hags Hafnarfjarðar, til að mynda Inga Rútsson eða Jóhönnu Dalkvist,  sem eru nýstofnuð samtök Hafnfirðinga sem eru hlynntir stækkun á meðan Sólarmenn hafa getað haldið sínar einræður óáreittir í fjölmiðlunum og slengt fram órökstuddum dylgjum án þess að nokkur hafi verið fenginn til þess að svara þeirra málflutningi því ekki gera fréttamennirnir það.

Dylgjur um að Alcan hafi veitt hundruðum miljóna í kosningaherferð eru að sjálfsögðu fjarri lagi. Fyrirtækið hefur opnað upplýsingamiðstöð í Hafnarfirði og býður uppá skoðunarferðir um verksmiðjusvæðið tvisvar í viku og er áhugasömum bent á alcan.is hafi fólk áhuga á slíku. Ef þetta er borið saman við þann fría auglýsingatíma sem Sólarmenn hafa fengið þá held ég að sú fullyrðing að verið sé að berjast með vasahnífum í kjarnorkustríði standist varla. Hugsanlega átti maðurinn við hvað gerist eftir kjarnorkustríð þegar steinaldarbragur verður á öllu.

Lengi hefur verið talað um fjölmiðla sem fjórða vald samfélagsins. Með völdum fylgir ábyrgð og ef menn eru ekki tilbúnir að axla þá ábyrgð sem fylgir starfinu ættu þeir að finna sér önnur störf. Fréttamennirnir gætu hugsanlega haft áhuga á verkamannastarfi í Straumsvík hver veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

verkamannastarf í Straumsvík er allt of gott fyrir þá, enda bara heiðarlegt og samviskusamt fólk sem vinnur þau störf.

Ætli þeir myndu ekki sóma sér best úti í Rússlandi eða í kjarnorkuveri einhversstaðar. Ráða virðist ekki vera við neinar fréttir nema veðurfréttir þegar best lætur.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 10.3.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

hehehehehe.... þegar systir mín er orðin svo reið að hún láti orð fjúka eins og hér að ofan þá.... JÁ! Kjarorkustríð er yfirvofandi

Ágúst Dalkvist, 10.3.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband