Að treysta eða ekki treysta

Dálítið skondið að það sé munur á því hvort að fólk treysti ákveðnum stjórnmálamönnum til að verða forsætisráðherra eða hvort það haldi að viðkomandi myndi standa sig vel. Frá mínum sjónarhól er þetta nánast sama spurningin sem sýnir ekkert annað en það að orðalag í skoðanakönnunum getur verið afar skoðanamyndandi. Það vekur sérstaka athygli mína að færri treysta Steingrími J. til að verða forsætisráðherra en ætla að kjósa VG í sömu könnun en hið sama á reyndar við um ISG og Jón Sigurðsson. Spurningin er þó alltaf sú hvort hægt sé að lesa mikið í þetta því sitjandi forsætisráðherra nýtur jú alltaf þess að hann er í embættinu.
mbl.is Flestir telja að Geir muni standa sig vel sem forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband