De frække nyheder (Djörfu fréttirnar)

Ja hérna hér. Eftir alla þessa klámumræðu á Íslandi veit maður ekki hvort þorandi sé að fara út í þá umræðu. Búandi í Danmörku þá hef ég orðið var við á hverju Danir og Íslendingar hafa svipaðar skoðanir á sbr. stríðið í Írak og líka því sem þeir hafa ólíkar skoðanir á eins og erótík og klámi. Á Íslandi rjúka allir upp til handa og fóta þegar fréttist af leikurum í klám/erótískum myndum á leið til landsins í óskilgreindum erindum. Í Danmörku halda menn fjölsóttar erótískar messur og á einni sjónvarpsstöð hefur gengið þáttur að nafni Sex-skolen þar sem kynlífsfræðingur tekur hóp nemenda á skólabekk á besta sjónvarpstíma.

Það kom þó að því að Dönum misbauð. Erótískt karlablað að nafni Super auglýsti samkeppni á forsíðu sinni. Fyrstu verðlaun voru ekki af verri endanum því vændiskona að nafni Lára ætlaði að bjóða vinningshafanum í heimsókn og tók það sérstaklega fram að bakdyrnar væru alltaf opnar. Persónulega verð ég að segja að þetta gekk fram af mér, sem og Dönum almennt, enda ósmekklegt með afbrigðum. Hefur blaðið nú verið kært fyrir að eiga milligöngu um vændi sem er bannað í Danmörku.

Mig hryllir hinsvegar við því ef slíkt hefði átt sér stað á Íslandi því eflaust hefðu skollið á óeirðir miðað við upphlaupið sem varð um daginn enda klámþol Íslendinga greinilega mun lægra en Dana sem er kannski ágætt án þess að ég ætli að gerast dómari í því máli.

Fyrir þá sem vilja kynna sér umfjöllun BT um málið geta smellt hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband