Óverðskuldað en sætt

Ekki er hægt að segja að mínir menn frá Manchester borg hafi spilað góðann fótbolta í dag. Reyndar var þetta svona týpískur toppslagur þar sem menn vildu ekki hætta miklu en þó voru Liverpoolmenn viljugri fram á við. Ferguson gamli gerði þau mistök að hafa Larson í byrjunarliðinu sem er óskiljanlegt fyrst hann ætlaði ekki að tefla á tvær hættur. Saha er mun betri í að ná og halda boltanum með mann í bakinu en Larson fyrir utan að vera stærri, sterkari í loftinu og fljótari. Hefði eflaust getað gert Carragher og Agger marga skráveifuna. Larson fékk aldrei að njóta sín í stuttu spili enda komu United menn sjaldan fram yfir miðju í stórum hópum.

Þegar maður eftir á horfir síðan yfir leikinn finnst manni að jafntefli hefði trúlega verið sanngjarnt því fyrir utan markið var klárlega víti þegar Saha var felldur. Hinsvegar voru Liverpoolmenn ógnandi allann leikinn og hefði markið hjá Bellamy verið látið standa hefi lítið verið hægt að segja við því því svo mikið var það á línunni að línuvörðurinn hefði getað flaggað hvað sem er og ekki haft rangt fyrir sér.

Það gleðilega við úrslitin er auðvitað það að nú eru 12 stig í Chelski og lítið eftir af móti. Stóra spurningin er bara hvort að menn nái að keyra þetta í hús. Eins og einhver sagði þá er mótið ekki búið fyrr en feita konan syngur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

ég skal syngja strax

Jóhanna Fríða Dalkvist, 3.3.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband