Ábyrgð foreldra

Þar sem ég sit hér í óeirðahrjáðu konungsríki Klukkuborgara verður manni hugsað til þess hvar foreldrarnir séu. Eftir að hafa horft tímunum saman á unglinga niður í 13 ára kasta múrsteinum í lögreglu getur maður varla orða bundist. Og ekki nóg með það, fjölmiðlarnir tóku viðtal við 45 ára konu sem hafði verið handtekin ásamt 13 ára dóttur sinni í hinu fræga húsi ungdómsins við Jagtvej 69. Að konuskömmin skuli hafa það í sér að sýna sig fyrir alþjóð skil ég ekki enda greinilega alinn upp á annan hátt.  Fyrr myndi helvíti frjósa en foreldrar mínir myndu láta hirða sig með yngstu systur minni við óeirðir af þessu tagi.

Sem foreldri þekki ég vel þau verkefni og þá ábyrgð sem á foreldrum hvílir. Aukin agavandamál í skólum og almennt agaleysi í þjóðfélaginu bendir hinsvegar til að einhverstaðar sé pottur brotinn í uppeldisferli þessara barna. Hafa foreldrar þeirra lagt of mikla áherslu á að vera vinir og félagar barna sinna í stað þess að kenna þeim muninn á réttu og röngu? Hafa foreldrarnir ekki tíma til að sinna uppeldinu og láta börnin alast upp í reiðileysi þar sem þau lenda oftar en ekki í slæmum félagsskap. Danski dómsmálaráðherran birtist hér áðan í kvöldfréttunum og hvatti foreldra þeirra barna sem nú ráfa um götur Kaupmannahafnar í leit að vandræðum til að hafa uppi á þeim og koma í veg fyrir að þau þyrftu að sækja þau í varðhald hjá lögreglunni. Auk þess lýsti hún yfir hneykslun sinni á þeim foreldrum sem létu þetta viðgangast.

Hverskonar framtíð stefnum við í mót ef þetta er æskan sem á að erfa landið einn góðann veðurdag. Gerist það sama og með hina frægu 68 kynslóð og blómabörnin sem reyndist síðar meir sú sjálfselskasta af öllum kynslóðum og sú eyðslusamasta, eða heldur æskan áfram sínum hrunadansi í trássi við lög og reglu.

Vonandi taka foreldrarnir sér nú taki og fara að ala börnin upp eins og þeim ber skylda til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband