Spindoktorar samfylkingarinnar

Síðustu vikur hafa eflaust verið erfiðar fyrir stuðningsmenn samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Á meðan Lúðvík og félagar reyna að koma fram sem hlynntir eða hlutlausir gagnvart stækkun í Straumsvík lýsir hver samfylkingarmaðurinnaf öðrum utan Hafnarfjarðar  yfir andstöðu sinni við framkvæmdirnar. Sama á við um formanninn sem sagði í upphafi að Hafnfirðingar væru fullfærir um að ráða fram úr þessu máli sjálfir en snýr gersamlega við blaðinu 10 dögum síðar og lýsir yfir andstöðu sinni.

Af þessu má ráða að samfylkingin er komin í kosningaham. Ekki er ásættanlegt að tapa fleiri atkvæðum til VG og því er umhverfistrompinu spilað en á sama tíma má ekki ganga of hart fram gegn Hafnfirskum krötum. Samfylkingunni tekst því á einhvern hátt að vera bæði fylgjandi og á móti. Þetta minnir mann helst á Braveheart þegar Robert Bruce og faðir hans bæði studdu uppreisn W.W. og unnu gegn henni.

Greinilegt að í báðum tilfellum eru miklir klækjarefir að störfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Ótrúleg ruglingur í gangi hjá Samfylkingunni, reyndar verður spenanndi að sjá hvaða stefnur hjá þeim breystast eftir næstu skoðanakönnun sem verður vonandi á morgun, hugsanlega vilja þau álver í hvert sveitafélag á höfuðborgarsvæðinu eftir að könnunin birtist, hver veit - ekki ég

Óttarr Makuch, 18.2.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband