Er tķmi vinstri stjórnar kominn????

Undanfariš hefur hver könnunin af annari sżnt mjög misvķsandi nišurstöšur og hlutfall óįkvešinna hefur veriš nęrri helmingur hverja könnunina į fętur annari. Hverju skyldi sś óįkvešni sęta? Žaš viršist augljóst aš almenningur viršist ekki hafa löngun til aš D og B myndi saman stjórn į nż og aš venju kemur žaš nišur į B-lista ķ könnunum. Óįkvešnin bendir žó til žess aš fólk eigi erfitt meš aš finna valkost sem žaš sęttir sig viš.

Frjįlslyndir viršast hafa spilaš rassinn śr buxunum meš žvķ aš tapa Margréti og halda til streitu sķnu žjóšernisśtspili sem ég held aš flestir sjįi ķ gegnum hvaš žaš er ķ raun og veru sem er śtlendingahatur.  Nż möguleg rķkisstjórnarmynstur eru žvķ lķklega D-VG, D-S, S-VG og S-VG-B.    

Af žessum mynstrum vęri mest spennandi aš sjį D og VG koma saman. Žaš vęri amk. gaman aš vera fluga į vegg į rķkisstjórnarfundum žegar Geir og Steingrķmur reyna aš koma sér saman um eitthvaš. Ętli žaš fęri ekki į žennan veginn, Geir: Ég legg til ... (gripiš fram ķ) Steingrķmur: Nei, ég er į móti žvķ.

D og S er kostur sem gęti gengiš upp en spurningin er hvort flokkarnir geti sęst į um forsętisrįšherra og hvort aš sjįlfstęšismenn geti yfirunniš óvild sķna ķ garš Ingibjargar S. Žetta mynstur gęti gengiš en hefur įkvešin vandamįl sem žarf aš leysa.

 S og VG er fyrirfram ekki ómögulegt fyrir utan žaš aš ég amk. į erfitt meš aš ķmynda mér aš flokkarnir nįi meirihluta saman. Minnihlutastjórn meš stušningi F-lista į la Danmörk held ég aš menn geti ekki sętt sig viš sem lausn. Sķšan er žaš hvort Solla og Steingrķmur geti einfaldlega unniš saman ķ lengri tķma, hver veit. 

Žį er žaš sķšasti kosturinn sem er sį kostur sem oftast hefur veriš sį raunhęfasti en žaš er hin klassķska vinstri stjórn meš VG-S og B. Žess hįttar samstarf hefur ķ fortķšinni reynt į žolrif flokkanna en oftast skilaš góšu starfi og žarf ekki aš fara lengra aftur en til stjórnarinnar 1988-1991 žegar žjóšarsįttin var gerš og veršbólgan stöšvuš til aš finna dęmi um žetta. Žaš sem žetta stjórnarmynstur hefur fram yfir aš vinstri flokkarnir standi einir er aš B listamenn hafa löngum veriš duglegir viš aš hella olķu į öldurnar žegar ólgaš hefur į milli vinstri flokkanna og žar meš haldiš samstarfinu gangandi gegnum žykkt og žunnt. Aš mķnu mati vęri žetta stjórnarsamstarf žaš sem žjóšinni vęri fyrir bestu žvķ óneitanlega er fólk oršiš žreytt į žvķ aš hafa sjįlfstęšismenn ķ stjórn enda komin 16 įr.

Nś er bara aš sjį hvort aš fólk fari aš nį frekari įttum žegar nęr dregur kosningurm og kannanir fari aš verša marktękar. Einnig ętti žaš aš skżrast hvort B-lista menn ętli aš hanga įfram ķ frakkalöfum D-listans eša stinga sķna eigin stefnu og opna möguleika į samstarfi til vinstri. Ķ undanförnum könnunum hefur fólkiš sżnt aš ef B-listi heldur įfram į sömu braut endar žaš bara į ein veg, meš afhroši ķ kosningum.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband