Skynsemin hlýtur að ráða að lokum

Í dag hefst utankjörfundaratkvæðagreiðsla um stækkun álversins í Straumsvík. Ekki hefur skort á umræðu um málið og verst þykir mér að þeir Hafnfirðingar sem ekki höfðu kynnt sér málið eða myndað sér skoðun á því áður en umræðurnar fóru í gang hafa orðið að þola ómálefnalegann málflutning af hendi Sólar í Straumi. Þessi handbendi VG hafa tekið upp þann leiða ávana flokksins um að vera á móti öllu og málflutningur þeirra hefur verið uppfullur af rangfærslum og gæti almenningur af þeim dregið þá ályktun að í Straumsvík séu starfsmenn sendir í geislameðferð við krabbameini eftir 10 ára starf og að þykkt mengunarský hvíli yfir verksmiðjunni. 

Ég hef starfað í verksmiðjunni í Straumsvík fyrst sem fastur starfsmaður og síðar sem sumarstarfsmaður og hef aldrei séð neitt sem ekki hefur verið til fyrirmyndar í umhverfis og mengunarmálum. Fyrirtækið er ljósárum á undan öðrum fyrirtækjum á Íslandi á því sviði. Sérstaklega svíður mér þegar talað er um sjónmengun af álverinu. Verksmiðjusvæðið er afar snyrtilegt og mikil alúð lögð í að halda því í góðu standi. Hinsvegar blöskrar manni þegar litið er upp fyrir Reykjanesbrautina á þau fyrirtæki sem þar eru og eru hin virkilega sjónmengun. Það skal þó tekið fram að frá því eru undantekningar eins og prentsmiðjan.

Það er því von mín að Hafnfirðingar láti ekki blekkjast af orðagjálfri VG og handbenda þeirra og velji þá lausn sem verður Hafnarfirði til hagsbóta og tryggir vöxt og viðgang bæjarins.


mbl.is Utankjörfundaatkvæðagreiðsla vegna stækkunar álvers hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Heyr heyr...

Júlíus Sigurþórsson, 15.2.2007 kl. 10:16

2 identicon

Algerlega ósammála!
Stækkun álvers og aukin stóriðja er þvílík samfélagsleg og tæknileg afturför. Í stað þess að auka við þekkinga og nýsköpunarfyrirtæki eins og CCP (EVE Online) þá er þeim bolað burt fyrir aukna iðnframleiðslu og stóriðjustefnu.. Hefur fólk ekkert lært af öllum öðrum löndum í heiminum?
... stóriðja er ekki málið!  Og hvern ætla þeir að fá til að vinna í þessu blessaða álveri?

Þórunn Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:41

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þórunn

Það er mjög auðvelt að tala um þekkingar og nýsköpunarfyrirtæki sem töfralausnir. Vinna hvað 5 manns hjá CCP? Rámar í eitthvað fyrirbæri sem kallaðist fjarvinnsla fyrir nokkrum árum og átti að leysa allann vanda landsbyggðarinnar. Það eina sem eftir eimir af því eru nokkur skiptiborð fyrirtækja. Hvað verður þá um fólkið sem ekki hefur þá menntun sem þarf til að vinna í slíkum fyrirtækjum? Alcan er dæmi um fyrirtæki þar sem nýsköpun og þekking er í hávegum höfð og þörf er á hámenntuðu starfsfólki ásamt því að þeim sem ekki hafa háskólamenntun að baki stendur til boða vel launuð verkamannavinna þar sem boðið er uppá starfsmenntun í háum gæðaflokki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það verður auðvelt að fá fólk í þessi störf sem verða til hvort heldur sem er verkamenn eða háskólamentað fólk. 

Ég vil taka það fram að ég er ekki fylgismaður óheftrar uppbyggingar stóriðju. Það sem þarf er blandaður iðnaður lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja sem hægt er að byggja á þjónustu og verslun osfrv. Til að slíkt geti byggst upp þarf að byrja einhversstaðar. Ég sé einnig fyrir mér að hingað flytjist hlutar af rannsókna og tilraunadeildum álfyrirtækjanna þar sem topp vísindamenn vinna í þekkingarumhverfi að nýsköpun og framþróun á þessu sviði hugsanlega í samstarfi við HÍ og HR.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 15.2.2007 kl. 11:10

4 identicon

Sæll Guðmundur,
já ég er sammála þér að að skynsemin hljóti að ráða að lokum og að fólk hafni þessari stækkun sem reyndar er ný 260.000 tonna álbræðsla í viðbót við þá gömlu sem hefur leyfi fyrir 200.000 tonna framleiðslu. Annars opinberar þú vanþekkingu þína þegur þú segir Sól í Straumi vera handbendi VG og einnig að þú bendlir okkur við ómálefnalega umræðu (bentu þá á traustar heimildir ef þú telur svo vera ). Staðreyndin er sú að félagar í Sól í Straumi koma úr mörgum stjórnmálaflokkum eða eru óflokkbundnir. Orð þín um geislameðferðir og mengunarský eru ekki dæmi um mjög málefnalega umræðu af þinni hálfu. Nú myndi ég ætla að þú sem ert sagnfræðingur ættir að hafa tamið þér betri heimildavinnu og heimildarýni. Ég veit að sú sagnfræði sem ég nam í HÍ og erlendis lagði áherslu á vandaðri vinnubrögð en þú skellir fram hér. En líklega hefurðu bara skellt þessu fram í einhverri fljótfærni án þess að spá í staðreyndir.
Staðreyndin er einfaldlega þessi að ef álbræðslan fer úr núverandi 180.000 tonnum í 460.000 tonn mun mengun aukast. Og í nálægð við íbúahverfi, skóla og leikskóla í bænum mun vera stærsta álbræðslu Evrópu.

Með kveðju,

Þröstur Sverrisson
félagi í Sól í Straumi  

Þröstur Sverrisson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:11

5 identicon

Allur hin siðmenntaði heimur er að vakna upp af vondum draumi við að við, manneskjan, erum komin á ystu nöf við að útrýma sjálfum okkur ásamt öllu öðru lífi á þessari plánetu. Helsta mál á stefnuskrá stjórnmálaforystu þessara landa er minnkun útgeislunaráhrifa, spara rafmagn, minnka umbúðir o.s.frv.  Á sama tíma lítur fjöldi fólks á Íslandi á álframleiðslu sem framför og okkur til efnahaglegrar velsældar í framtíðinni. Með álframleiðslu erum við að vinna gjörsamlega á móti eigin framtíðarhag. Ísland er gullnáma landsmanna sem ekki enn hefur verið numin.  Þessi náma verður eyðilögð með allri þeirri mengun sem álveri fylgja, hvar sem er á landinu.  Vatnsorkan er ríkidæmi sem hægt er að nýta á fjölda vegu sem ekki hafa einu sinni komið inn í umræðuna. Við eigum ótakmarkaða fjársjóði sem bíða vinnslu en ekki er sinnt þar sem stysta leiðin er fjármögnum að erlendum risafyrirtækjum sem við sem þjóð höfum ekkert að segja um. Hver kemur til með að eiga Álverið að ári, hugsanleg yfirtaka á Alcoa? af hverjum? hvað vitum við?  Hverjum ætlum við að selja sjálfstæði landins? Hvað kostar sjálfstæði landins.  Shell kom upp risaolíuframleiðslufyrirtæki í Rússlandi, pottþéttir samningar, en vegna ´mengunar´vandamála var þeim ekki treyst og það var yfirtekið af Rússum.  Álverið í Straumsvík er núna í fullum gangi góður vinnustaður, mjög trúlega.  En stækkun þess mun hafa í för með sér fjölda vandamála sem enn ekki eru augljós, holskefla láglauna innflytjenda sem Hafnarfjörður þarf að taka sómasamlega við.  Samkeppni á launamarkaðnum, innlent- erlent vinnuafl.  Augljóslega þurfum við að vanda mun meira til allrar upplýsingar um hvaða áhættur og efnahagslegar afleiðingar mengunarverkefni af þessu tagi hafa á Ísand og mannlífið í heild sinni. Hvaða áhrif hefur mengunarstefna á ferðamálin, á rekstur og ímynd Bláa Lónsins, á ímynd og aðdráttaraf Hafnarfjarðar í ferðamálum.  Hvaða ímynd Íslands sættum við okkur við, hvaða ímynd laðar fólk að Íslandi?  Á Íslandi er best að búa?  hve lengi?   

gerdur palmadottir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 13:32

6 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Þröstur

Ég biðst afsökunar á að geta ekki heimilda en ég taldi þess hreinlega ekki þörf. Hinsvegar get ég þér til glöggvunar sýnt þér eftirfarandi.

Valgerður Halldórsdóttir  íbúi í vesturbæ
Svala Heiðberg               íbúi á Völlum  7. sæti VG SV-kjördæmi
Pétur Óskarsson            íbúi í Áslandi
Margrét Pétursdóttir       íbúi í suðurbæ 3. sæti VG Hafnarfirði
Guðni Kjartansson         íbúi í norðurbæ
Kristín Einarsdóttir         íbúi í suðurbæ  D-lista Hafnarfirði
Hrönn Håkansson          íbúi í Áslandi
Aðalsteinn Eyþórsson    íbúi í vesturbæ 15. sæti VG Hafnarfirði
Gestur Svavarsson        íbúi í norðurbæ  3. sæti  VG SV-kjördæmi
Haukur Agnarsson         íbúi í suðurbæ
Kolbrún Benediktsdóttir íbúi í suðurbæ

Fyrir utan ofantalda þá eru Ögmundur og Guðfríður Lilja yfirlýstir stuðningsmenn samtakanna ef marka má heimasíður þeirra. Í verkfræðinni sem ég nem hér í Danmörku hef ég lært heldur meiri líkindareikning en kenndur var í HÍ í gamla daga en slíkt þarf vart til í þessu tilfelli þar sem staðreyndin blasir við.

Hvað varðar ómálefnalega umræðu þá kalla ég það ómálefnalegt að kasta fram eftirfarandi fullyrðingum ,, Er kannski hvítblæði og krabbamein algengara á meðal þeirra eða astmi og lungnasjúkdómar? “ http://redlion.blog.is/blog/redlion/?offset=14.

Læt þetta duga sem heimildir fyrir þig Þröstur minn.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 15.2.2007 kl. 15:31

7 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Af því að ég dáist að CCP vil ég að það komi fram að þar vinna að mig minnir yfir 100 manns en það breytir ekki því að það verða aldrei mörg svoleiðis fyrirtæki til á fáum árum hvort sem er hér á landi eða annarsstaðar. Það er ekki heldur þar með sagt að það eigi að byggja álver út um allt heldur leyfa þeim að þróast sem þegar eru til staðar.

Langar að bæta því við um rannsóknar og tilraunadeildir að steypuskáli Isal hefur verið mjög vinsæll hjá rannsóknardeildum Alcan vegna jákvæðra starfsmanna og mikillar þekkingar þeirra sem vinna þar, svo ég sé þetta vel fyrir mér líka og þyrfti ekki að vera langt í að þetta gerðist.

Það er rétt hjá þér að það vinnur hámenntað fólk hjá Isal og líka verkamenn sem hafa eins og þú segir tækifæri til að fá menntun hjá fyrirtækinu. Margir hafa notfært sér það og farið í skóla á ný eftir 40 ára pásu og líkað vel. Margir fullyrða að þeir öðlist hreinlega nýja sýn á lífið og starfið verði miklu skemmtilegra.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 15.2.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband