Framboð meira en eftirspurn

Það virðist vera að Ingibjörg hafi áttað sig á því að framboð á henni var meira en eftirspurn og það meira að segja í eigin flokki. Fyrir andstæðinga Samfylkingarinnar er þetta tvíbent. Ingibjörg hefði orðið úrvalsskotmark í kosningabaráttu þar sem að allur hennar tími hefði farið í að verja sínar aðgerðir í bankahruninu. Hinsvegar er óljóst hvað kemur út úr formannsslagnum og hreinlega hvort að einhver samfylking verður til eftir fáeinar vikur. Ingibjörg hefur haldið þessum sundurlausa hópi saman með heraga að hætti Davíðs Oddssonar og enginn virðist nægilega sterkur til að takast þetta verkefni á hendur. Jóhanna er trúlega ekki nægilega sterk til að halda saman flokknum þannig að ef ekki finnst nýr leiðtogi sem hóparnir geta sameinast um er voðinn vís.
mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband