X við Breytingar

Framsóknarflokkurinn er flokkur sem vill breytingar og er einn fjórflokkanna sem að tekið hefur til í sínum ranni. Nýtt fólk hefur þurft tíma til að kynna sig fyrir kjósendum og hefur það gengið framar vonum. Nú er það undir kjósendum komið hort að þeir treysti nýju fólki í nýrri Framsókn til að vísa veginn út úr hruninu.
mbl.is Lokaorð formanna til kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Já ef þú gerir það líka.

Rauða Ljónið, 25.4.2009 kl. 00:29

2 identicon

Þetta fann ég á netinu, er eitthvað til í þessu? => http://framsoknarskolinn.barnaland.is/

Valsól (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 05:36

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Sigurjón.

Ég treysti Framsókn fullkomlega fyrir verkinu. Ég hef verið með í að móta hina nýju stefnu og mun beita mér af hörku ef að vikið verður frá grunngildum flokksins. 

Sæll Valsól

Ég sá þetta í fyrradag og var ekki hrifinn. Auðvitað er eitthvað af þessum fullyrðingum satt og einhver hálfsannleikur í öðrum en lang stærsti hlutinn er alger uppspuni. Margir hafa haft horn í síðu Framsóknar fyrir það að vera oft í ríkisstjórn og auðvitað hafa menn gert mistök en menn hafa líka komið mörgu góðu til leiðar. Það á við um alla flokka sem setið hafa í stjórn. Í janúar var síðan hreinsað til og nýtt fólk kjörið til forystu. SDG er raunverulega úr grasrótinni því að fyrir þing héldu flestir sem að ég heyrði í að Páll Magnússon sem var álitinn fulltrúi flokkseigenda yrði kjörinn. Annað kom á daginn og með því var sagt skilið við þann tíma sem að við unnum með Sjálfstæðisflokknum.

Við höfum gert upp fortíðina. Aðrir flokkar hafa ekki gert það. Sjálfstæðisflokkur skipti út formanninum og nokkrum af elstu þingmönnunum. Samfylkingin skipti út formanninum/setti hann í frí en treystir síðan á miljónastyrkþegana áfram. Ef að kjósendur samfylkingarinnar strika þá ekki út og þá meina ég út af þingi þá er lítið unnið með búsáhaldabyltingunni.  

Guðmundur Ragnar Björnsson, 25.4.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband