Útreið Össurar

Þegar þátturinn hófst þá hélt ég að Guðlaugur Þór yrði tekinn af lífi í beinni. Hann fékk svosem sinn skammt en það kom á óvart að Össur sem er nú eldri en þrevetur í pólitík lenti í miklum vandræðum þegar hann fékk ekki að beita löngu orðskrúði til að fela fátæklegt innihald svara sinna. Það að svara til um hvaða styrki hann fékk og þó ekki gerði bara illt verra.

Sturla stóð sig vel og hefur eflaust halað inn einhverjum atkvæðum í kvöld þrátt fyrir að það skili honum tæplega á þing að þessu sinni. Hann á ýmislegt eftir ólært en talar þannig að fólk skilur hann.

Vigdís kom einnig vel fyrir og svaraði skýrt og skorinort án óþarfa málalenginga. Vonandi að hún haldi því áfram og ég á von á því að hún nái inn ásamt Sigmundi.

Svandís var ekki nógu ákveðin og tókst ekki að láta kné fylgja kviði hvað styrkjamálið varðaði. Tapað tækifæri þar.

Fulltrúar Lýðræðis og borgarahreyfingarinnar voru ekki eftirminnileg.


mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tók séstaklega eftir því hve hátt klappstýrur Sjálfstæðismanna höfðu hátt þarna á fremsta bekk í sal. Sýndist það hafa slegði Össur út af laginu nokkrum sinnum, sem að öðru leyti kom mjög sannfærandi út úr þessari yfirferð í kvöld.

Annað er nú hægt að segja um Guðlaug, sem er nú kominn með ansi langt nef skv. mínum bókum. Maðurinn er þó tungulipur með eindæmum, það má hann eiga.

Sigmar S. (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:55

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hann komst samt ótrúlega vel frá þessu miðað við hvernig þetta hefði getað farið. Klappliðið hjálpaði til og það er rétt að Össur var stopppaður með klapphrinum eða púum.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.4.2009 kl. 23:24

3 identicon

Ég verð nú bara að vera sammála þér í þessu þó ég sé Samfylkingarmaður. Össur stóð sig illa, það er bara þannig. Hinir frambjóðendurnir voru eins og þú segir, nema hvað Framsóknardaman var allt of æst og talaði í frösum sem hún hafði greinilega æft fyrir framan spegil áður en hún kom til fundarins. Guðlaugur klóraði í bakkann, gæinn sem talaði fyrir Lýðræðishreyfinguna, var svona afturkreystingur úr Sjálfstæðuisflokknum, einhver svona með kvótakerfinu, með því að leyna launum o.s.frv. Elísabet átti eina innkomu sem var í lagi, annað var bara svona dúddirarírei, Svandís fanst mér sleppa best frá þessu, en ég er sammála því að hún hefði getið staðið betur í fæturna á móti Sigmari, bara erfitt á móti besta sjónvarps spyrli landsins.  Þannig að þegar upp er staðið þá er það skuggalegt að þetta lið ætli að leiða okkur út úr kreppunni, úff!

Valsól (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband