Grjótkast úr glerhúsi

Verð þér að góðu Þorgerður. Síðustu 18 ár hefur sjálfstæðisflokknum tekist að koma öllu því sem miður hefur farið í stjórnun landsins yfir á fyrst Alþýðuflokkinn og síðar Framsóknarflokkinn. Nú er farið í fýlu yfir því að Samfylkingin sleppi vel og baunað á Framsókn fyrir það sama. Ég veit ekki betur en að Framsóknarflokkurinn hafi farið til kosninganna 2007 sem eini ríkisstjórnarflokkurinn og út á við var það haft þannig að Framsóknarflokkurinn hefði byggt Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál upp á eigin spýtur og nánast út á eigin reikning. 

Þorgerður má því eiga sínar kúkableyjur sjálf. Miðað við síðustu fréttir verður hún upptekin við bleyjuskipti enda búið að gera ærlega upp á bak á þeim bænum.


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drengur - þú átt bágt - í 12 ár tók flokkurinn þinn þátt í frábærustu uppbyggingu sem sést hefur í nokkru þjóðfélagi - allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda fyrir 18 árum var ein samfelld uppbygging og framfarir - alveg fram að hruninu sem Sjálfstæðisflokkurinn setti ekki af stað. Sú staðreynd að ekki var unnt að halda áfram samstarfi við XB var áróður andstæðinga þáverandi stjórnar - Samfylkingar og VG - Þegar Halldór Ásgrímsson hvarf af sviðinu réðist einn maður að honum með svívirðingum - Steingrímur J. Þá sendi ég honum póst og benti honum á að við Norðlendingar spörkuðum ekki í liggjandi menn. Eftir smá útskýringar hætti hann sínu ógeðfelda athæfi.

Núna kemur Framsóknarflokkurinn og kemur þessum sama Steingrími til valda.

Flokkar sem mokuðu óhroðanum yfir Framsókn sitja nú að völdum með hans stuðningi.

Verði ykkur að góðu.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Held að þú eigir nú bara sjálfur bágt Ólafur minn.

Ég fylgdist vel með kosningabaráttunni 2007 þegar skítkastaramaskína Sjálfstæðisflokksins stóð sig jafnvel betur í að hrauna yfir Framsókn en Krataskítmokurunum. Þá var búið að undirbúa vanheilaga hjónabandið sem síðan varð. Öllum helstu fjölmiðlum landsins var beitt gegn Framsóknarmönnum í boði Baugs og Valhallar.

Sé mest eftir því að við skárum ykkur niður úr snörunni í febrúar því að þá hefðuð þið farið niður fyrir 10% fylgi. Málið er bara það að Framsóknarmenn hugsa um þjóðina fyrst en ekki fjármagnið eins og þið hafið gert síðustu 18 árin og sannast best á þessum siðlausu fjárframlögum sem að hljóta að vera á línunni við að falla undir mútur. 

Halldór var ekki vinsæll hjá öllum í Framsóknarflokknum því að margir og þar á meðal ég vorum ekki sammála honum í auðvaldsþjónkuninni. Halldór átti sínar góðu hliðar og líka sínar slæmu og þær slæmu átti hann sameiginlega með ykkur.

Síðan vil ég benda á að fyrstu fjögur árin ykkar með krötunum eru hörmungarsaga þar sem að hagvöxturinn var nánast 0 og litlar sem engar framfarir. Það var ekki fyrr en að við spörkuðum í rassinn á ykkur að eitthvað fór að gerast en við stóðum okkur síðan ekki í að setja nægilega öflugar girðingar fyrir ykkur auðvaldsdrengina þannig að þið hélduð ykkur á mottunni.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 12.4.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband