Minnihlutastjórnir og hlutverk stuðningsflokks

Það er nokkuð ljóst að fólk á Íslandi er ekki vant því að hafa minnihlutastjórnir við völd. Hér eru menn vanir að tveir formenn tali saman og allt sé klappað og klárt. Svona hefur það verið síðan Davíð og Jón Baldvin sigldu til Viðeyjar forðum daga. Vel að merkja sá hinn sami Jón Baldvin sem ekki virðist hafa komið nálægt neinni stjórnvaldsákvörðun síðustu 30 árin á Íslandi ef hann er spurður í dag.

Ef að einhverjir muna eftir stjórnarmyndunarviðræðum á níunda áratugnum þá var heldur betur annað upp á teningnum. Langdregnar viðræður 3 eða fleiri flokka þar sem kröfum var sífellt breytt á milli funda og jafnvel þurftu Framsóknarmenn á stundum að ræða við samstarfsflokkana hvorn fyrir sig.

Minnihluta mynstrið er þekkt frá Norðurlöndunum og ég minni á að Danski Þjóðarflokkurinn hefur stutt minnihlutastjórn Anders Fogh í nærri 10 ár. Á þeim bænum fara stjórnarmyndunarviðræður þannig fram að Venstre og Konservative koma sér saman um málefnasamning og síðan er samið við Þjóðarflokkinn um um þau mál sem sá flokkur vill koma í gegn.

Það hefur alltaf legið skýrt fyrir hvað það er sem Framsókn vill koma í gegn þannig að ef þingflokknum finnst tillögur Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna (Alþýðuflokks og Alþýðubandalags á nýrri kennitölu) ekki nógu skýrar þá treysti ég þeim alveg til að meta það. Það er kýrskýrt að þar sem að stjórnin hefur aðeins 90 daga þarf að samþykkja þau lög sem þarf til í byrjun og nota restina af tímanum til að framkvæma þau og reyna að koma þjóðfélaginu í gang á ný.

Er ekki skynsamlegra að spara tíma núna og sleppa því að þvaðra um málið í nokkrar vikur á þinginu? Það verður trúlega nægilegt málþóf frá Sjálfstæðisflokknum sem er þegar búinn að ræsa skítadreifarana og rógberana sína. Það að Samfylkingin sjái sig tilneydda til að ræsa sína skítadreifara og rógbera (sem eru búnir að vera uppteknir við að hamra á sjálfstæðismönnum) er frekar skrýtið. Ekki ætlast fólkið til að geta haldið því áfram sem að það var að stunda í síðustu ríkisstjórn að styðja hana frá 8-4 en blogga svo á kvöldin og á nóttunni á móti stjórninni.

Þá held ég að Framsókn og VG ættu bara að láta Samfylkinguna skríða aftur til Sjálfstæðisflokksins og láta þessi hjónakorn ráða fram úr sínum skrautlega skilnaði.

Ég hélt að meiningin væri að stunda heiðarleg, málefnaleg og skilvirk stjórnmál en ekki að stunda rógburð og meiðyrði. Ég er ekki tilbúinn að búa á Íslandi ef að þetta á að vera svona áfram.


mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband