Út með hústökufólkið

Þetta fólk ræður ríkjum í stjórnarráðinu, seðlabankanum og á Alþingi í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Þetta lið þarf að hreinsa út og gera þetta öfugt við Spaugstofuna í gær. Færeyingar geta eflaust lánað okkur eyju til að geyma þetta lið á ef að við treystum okkur ekki til að geyma þau í Surtsey.

Annars er þessi könnun helst merkileg fyrir það að einungis helmingur svarar. Það segir kanski meira um traust almennings til stjórnmálamanna en nokkuð annað. Það er greinilega þörf á alsherjar tiltekt í stjórnkerfinu.

Það er hinsvegar ótrúlegt já blátt áfram fáránlegt að Samfylkingin njóti 33% fylgis. Það lýsti sér best í ræðu Ingibjargar í gær þar sem að hún vísar allri ábyrgð frá Samfylkingunni, hún hafi ekkert gert af sé. Það var sem sagt engu hægt að breyta á síðustu 18 mánuðum, ekkert hægt að gera til að undirbúa bankakerfið, ekkert hægt að gera til að styrkja regluverkið semsagt ekki hægt að gera neitt nema gagnrýna eigin ríkisstjórn eftir vinnu á daginn. Það er greinilegt að engin viðbragðsáætlun var gerð eftir að lausafjárkreppan hófst og vel að merkja hún hófst 3 mánuðum eftir að Samfylkingin fór í ríkisstjórn. Merkingalaust blaður Samfylkingarinnar að þetta sé allt því að kenna að við séum ekki í ESB með Evru er ótrúlegt að hlusta á. Ef að þetta var svona mikilvægt afhverju var þetta þá ekki aðalbaráttumál þeirra í kosningunum 2007 og síðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig er hægt að taka mark á svona fólki?

Sá popúlismi sem að felst síðan í því að tveir ráðherrar kalla eftir kosningum (þeir tveir ráðherrar sem að myndu aldrei lifa þær af hvort eð er) á meðan formaðurinn síðan flytur ræðu þar sem að hún segir að Samfylkingin myndi græða á kosningum en ætli samt ekki að hvetja til þeirra. HRÆSNI!!!

Staðan er í rauninni sú að Samfylkingin var of upptekin við að koma sínu fólki í góðar stöður í stjórnkerfinu og að láta sér líða vel í nýju stólunum með einkabílstjórana til þess að sinna því sem að þau raunverulega áttu að gera, að gæta hagsmuna fólksins í landinu.

Það þarf varla að eyða orðum á lyddurnar í Sjálfstæðisflokknum sem eru orðnir svo grónir í sínum stólum og uppfullir af valdhroka að maður veit ekki hvort að best sé að gráta eða hlægja.

Þennan lýð þarf að hreinsa út, ef það sér ekki sómatilfinningu sína í að standa upp sjálft.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H G

 Guðmundur! Lestu betur     Yfir 88% tóku afstöðu er spurt var um stuðning við núverandi stjórn.  Hitt er eðlilegt að margir séu óákveðnir þá spurt er hvað þeir muni kjósa í næstu kosningum!  Hvað verður í boði - td ?

H G, 23.11.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ég átti við helminginn í spurningunni sem varðar hvaða flokk fólk vill kjósa. Þar liggur stóra vísbendingin um óánægju kjósenda. Það er öllu auðveldara fyrir fólk að taka afstöðu með eða á móti ríkisstjórninni. Þeir einu sem styðja hana í dag eru þeir sem telja sig munu missa spón úr aski sínum við fall hennar.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 23.11.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Nei Guðmundur, þeir sem styðja ríkisstjórnina núna eru þeir sem vilja að menn einbeiti sér að vinnunni sinni í stað þess að fara í vinnu við kosningabaráttu. Þetta er eins og að biðja menn um að stökkva úr öllum björgunarskipum og fara að taka þátt í baráttu um hvort það væru ekki til flottari björgunarbátar.

Lára Stefánsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband